Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Enn óákveðin kjósandi þrátt fyrir að hafa fengið súpu hjá XD, ópal og blöðrur hjá XB og vöfflur, kaffi, sleikjó, merkipenna og barmmerki hjá XS.

Jæja gekk með gríslingana tvo á milli kosningaskrifstofa í dag.

Svona til að kanna stöðuna á kaffimálum og hvað gert væri fyrir börnin. Þau fengu blöðrur, penna, ópal, barmmerki, merkipenna og vöfflur.

Já, atkvæði mínu verður ráðstafað á laugardaginn og eins og svo oft áður, þá verður það inni í kjörklefanum sem ákvörðunin verður tekin. Þangað til ætla ég að láta alla þessa aðila reyna að vekja áhuga minn á málstað þeirra.

Ég held að fyrir aðfluttan einstakling sem kemur inn í lítið bæjarfélag, þá eru kosningar besta leiðin til að kynnast fólki. Allir opnir og tilbúnir að tala við þig. Um leið og kosningabaráttunni er lokið þá skríða allir ofan í holuna sína og gefa ekki færi á sér fyrr en í næstu baráttu. Því segi ég við þá sem eru í leit að félagsskap notið tækifærið og kynnist fólkinu sem er opið núna og gefur þér tækifæri á að ræða málin.

Í lokin, þetta er síðasta bloggið mitt um stjórnmál og því tengt. Næst Júróvisíon Whistling


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband