20.4.2007 | 22:46
Reykjavík, hvílík sýn.
Vá ég er loksins komin til Reykjavíkur eftir fjögurra mánaða fjarveru.
Það er einhvern veginn þannig í dag að fara til Reykjavíkur er eins og að upplifa það að skella sér í helgarferð til útlanda. Algjört kaupæði grípur um sig og allt er keypt. Að þessu sinni er það ég sem verð fyrir valinu. FÖT og aftur FÖT. Ekkert samviskubit í gangi núna. Ég fór ferð í Smáralindina í dag. Ekkert sérstaklega ánægð með árangurinn en Kringlan á morgun og vonandi betri tímar framundan. Merkilegt að fara í búðir. Ég kemst í ákveðnar stærðir í Vila, Vera Moda og Zöru en merkilegt nokk, mínar stærðir eru því miður búnar. Eina sem eftir er SMALL.
Jæja ég lagði í Hrafnseyrarheiði og á Dynjandisheiðina til að komast til Reykjavíkur. Þessi leið er æðisleg að skoða. Ég mæli ekkert með veginum en að tölta hana á 50 km/klst er í lagi og útsýnið er geðveikt. Á nokkrum stöðum fer hjartað að slá, þegar þverhnípt er frá veginum og niður í sjó. Þá er keyrt á 20 km/klst, pínu lofthrædd og lífhrædd. Í Bjarkarlundi er Baldur tekinn yfir í Stykkishólm og síðan brunað í bæinn. Þegar upp er staðið fer meiri tími í þessa leið en að fara Djúpið og Strandirnar, en útsýnið er skemmtilegra, fallegra, minni bensíneyðsla, afslöppun í Baldri og ekkert verri maturinn þar en á skyndibitastöðunum í Reykjavík.
KRINGLAN...FÖT.... Á MORGUN.....JIBBÍÍ......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.