Ég og Albert Einstein, alveg satt.

Ég var að velta því fyrir mér hvað ég ætti að blogga um í kvöld. Þar sem ég er að verða svona gífurlega vinsæl, þá er smá þrýstingur á mig að blogga sem oftast. 

Það fyrsta sem kom í hugann var að gömul og þreytt tönn gaf sig í dag. Tannlæknirinn búinn að vara mig við þessari uppgjöf í 2 ár. Nú þarf ég krónu og þarf að líkindum að borga 80.000 krónur fyrir eina krónu. Óréttlátt. Það skemmtilega er að þetta er fyrsta krónan sem ég fæ. Nei ég ætla ekki að blogga um svona leiðindi.

Svo datt mér í hug að tala um slagsmálin við yngsta meðliminn. Koma ofan í hana lyfjunum vegna lungnabólgunnar. Og ég meina slagsmál. Vegna stærðarmunar þá hef ég oftast betur. Nei nenni ekki að blogga um þetta heldur.

En þá kom ljósaperan W00t. Ég sat á hárgreiðslustofunni í dag og var að lesa tímaritið Vikuna, á með að hárið á mér  ákvað að verða rautt áfram, þegar á öftustu síðunni er gáta sem Albert Einstein setti fram og hljómaði eitthvað á þá leið: 5 hús liggja frá vinstri til hægri í röð. Í húsunum búa 5 einstaklingar frá mismunandi löndum. Hver um sig drekkur ákveðinn drykk, á ákveðið gæludýr,  reykir ákveðna tegund af vindlingum og hús þessara aðila eru öll með mismunandi litum. Síðan komu 15 vísbendingar til að leysa þrautina þannig að hver ætti fiskinn sem gæludýr.

Einstein fullyrti að einungis 2% mjög gáfaðra einstakling gæti leyst þessa þraut. Og viti menn ÉG LEYSTI HANA Á 20 MÍNÚTUM.

 

Þetta er ekki mont ég er bara ÓGEÐSLEGA GÁFUÐ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband