3.5.2007 | 23:12
Lítil kraftaverk.
Ég á yndisleg börn.
Minnsta skottið lá í fanginu á mér í gærkvöldi að horfa á Simpson. Ég sagði henni að nú ætti hún að taka lyfið sitt. Svarið kom strax. "Nei ég get það ekki, ég er sofandi."
Mörg eru gullkornin sem koma frá þessum litlu greyjum.
Umtalað skott hefur gengið um að undanförnu og auglýst samfylkinguna. Hún fór í Húsdýragarðinn um daginn á kostnað umrædds flokks og fékk í staðinn buff, blöðrur og mintur. Buffið hefur hún verið með á hausnum síðan. Sem betur fer veit hún ekkert um pólitík og þá þvælu sem er þar í gangi.
Miðjuskottið sagði mér um daginn að hana langaði til að hætta í leikskólanum. Ég spurði á móti hvort henni þætti leiðinlegt í leikskólanum. Svarið var: " Nei mig langar bara í venjulegan skóla." Hún er hrikalega kappsfull. Það verður erfitt að spila við hana þegar hún verður eldri. Að vera tapsár er víst í ættinni. Frænka hennar er haldinn þeim eiginleika. Bráðabani í Trivial tók 2 tíma um síðustu páska. Bests að fara að undirbúa sig.
Það er svo yndislegt að fylgjast með þeim vaxa og verða að litlum einstaklingum. Þessir litlu einstaklingar hafa skoðanir á hlutum og vita nákvæmlega hvernig á að svara fyrir sig. Stundum hreinlega verður maður kjaftstopp.
Ef ég væri ekki svona gömul þá færi ég í að skipuleggja eitt stykki í viðbót.
Ef einhver þarna úti er að byrja þá á ég sitthvað af barnadóti og fötum sem ég er tilbúin að láta fyrir lítinn greiða. Það vantar að setja gipsplötur á veggina í barnaherberginu.
Með kveðju frá Ísafirði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.