9.5.2007 | 22:17
Enn óákveðin kjósandi þrátt fyrir að hafa fengið súpu hjá XD, ópal og blöðrur hjá XB og vöfflur, kaffi, sleikjó, merkipenna og barmmerki hjá XS.
Jæja gekk með gríslingana tvo á milli kosningaskrifstofa í dag.
Svona til að kanna stöðuna á kaffimálum og hvað gert væri fyrir börnin. Þau fengu blöðrur, penna, ópal, barmmerki, merkipenna og vöfflur.
Já, atkvæði mínu verður ráðstafað á laugardaginn og eins og svo oft áður, þá verður það inni í kjörklefanum sem ákvörðunin verður tekin. Þangað til ætla ég að láta alla þessa aðila reyna að vekja áhuga minn á málstað þeirra.
Ég held að fyrir aðfluttan einstakling sem kemur inn í lítið bæjarfélag, þá eru kosningar besta leiðin til að kynnast fólki. Allir opnir og tilbúnir að tala við þig. Um leið og kosningabaráttunni er lokið þá skríða allir ofan í holuna sína og gefa ekki færi á sér fyrr en í næstu baráttu. Því segi ég við þá sem eru í leit að félagsskap notið tækifærið og kynnist fólkinu sem er opið núna og gefur þér tækifæri á að ræða málin.
Í lokin, þetta er síðasta bloggið mitt um stjórnmál og því tengt. Næst Júróvisíon .
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Facebook
Athugasemdir
Heiðarleiki, hrein kosningamál, laga stöðu aldraðra og öryrkja, hækkun skattleysismarka í 150þús, skila auðlindinni aftur til fólksins leitaða að þessu hjá flokkunum og þú kemst að niðurstöðu.
ragnar bergsson, 9.5.2007 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.