Er sumarið komið??

Það var að minnsta kosti gott veður í gær og í dag.

 Vonandi á morgun og næsta dag og næsta dag og ..............einhver laug því að mér að hitinn ætti að fara niður í 1 - 3 °c næstu daga. Ef það verður logn þá skiptir það ekki máli. Á meðan það er logn þá má segja að það sé gott veður. Ég er beinlínis ekki sólbaðstýpan.  Ég reyndi að ná húðlit á mínum yngri árum en varð eiginlega köflótt og doppótt. Hætt að reyna við sólina. Alltaf með sólgleraugu. Augnlæknir sagði mér einu sinni að ef húðin er viðkvæm fyrir sólinni þá eru augun það líka. Samhengi þar á milli. Smá fræðsla frá mér.

 Ég lofaði bloggi um Eurovision, ég er eiginlega kjaftstopp. Þegar ég kemst í gírinn þá verður ekki aftur snúið. Ég náði þó að tippa á fjögur lönd af þeim tíu sem komust upp úr forkeppninni og giskaði á rétt sæti hjá þremur löndum. Jæja, ég bíð bara spennt eftir næstu keppni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég nennti nú varla að horfa á keppnina. Þetta er ekki eins skemmtilegt þegar við erum ekki með. Mér fannst bara tvennt sæmilegt, stelpan þarna sem söng blús á stoppistöð og svo fannst mér Úkraínska lagið skemmtilega skrítið. Hvað sumarið varðar, er þetta ekki bara týpíska íslenska sumarið. Hiti í kringum 10 stig og rok

Þórhildur (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband