17.5.2007 | 21:53
Skynsöm og athugul lítil kona.
Ég á eina fjögurra ára, rauðhærða, skemmtilega stelpu.
Í gærkveldi rétt áður en við fórum að sofa, setti ég mynd í tækið og byrjaði að horfa. Eftir um 15 mínútur sofnar rauðhærða skottið fyrir framan sjónvarpið (það er inni í herbergi hjá mér). Ég horfði á myndina síðan í um 30 mínútur í viðbót, slekk á tækinu og fer að sofa.
Í morgun vakna ég kl 7.00 á undan börnunum og held áfram að horfa á myndina frá kvöldinu áður. Þegar ég er búin að horfa í 15 mín. vaknar þessi rauðhærða, nuddar stírurnar úr augunum og segir: "Vá hvað þetta er löng mynd, það er kominn dagur." Elskan taldi mig enn vera að horfa á myndina fá kvöldinu áður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.