22.5.2007 | 21:43
Kvef "#$"%##%&/$&/#%
Fékk fimmta kvefið mitt, nú þennan veturinn, nú á sunnudaginn. Ég veit ekki með ykkur þarna úti, en boy oh boy, skapstirð, geðvonska er eitthvað sem fylgir kvefi hjá mér. Efri hluti höfuðsins er að springa, verkir fram í tennurnar, húðin í kringum nefið verður þurr og rauð og að lokum skrælna ég upp í húðinni. Æi ég gleymdi stíflaða nefinu, kláðanum í augunum og hellunni fyrir eyrunum. Verður enginn annar þarna úti geðvondur þegar kvefið kemur. Ég hef að vísu verið meira og minna með stíflað nef síðustu 5 ár. Skrítið að hormónabreytingar vegna þungunar geta valdið því að konur geta verið með stíflað nef alla með meðgönguna. Ég held að það sé til að þær séu ekki að kyssa karlana sína að óþörfu. Gasp.. bíddu aðeins ég þarf að ná andanum. Ok. nú máttu halda áfram að kyssa mig, en ég get bara haldið niðri í mér andanum í 20 sek.
Taktu tímann.
NEI og aftur NEI, þá held ég að það sé betra að kúra uppi í rúmi yfir væminni stelpumynd
Síðast þegar ég fékk kvef ( í febrúar), þá fór ég til læknis þegar kvefið og ullabjakkið var ekki farið að minnka eftir 3 vikur. Greining læknisins var óþolinmæði.
Andskotinn, ég hefði átt að fara í læknisfræðina. En ég er búin að heimta háls og nefkirtlatöku í sumar. Ég ætla rétt að vona að það geri eitthvað gagn.
Það besta við kvefið er að vinnufélagarnir fá að finna fyrir því. Ekki að mér sé eitthvað illa við þá. Bara kvikindisskapur.
Atshjú......heyrumðt í næðta stríði. Pínu nefmælt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.