Jibbý .....

Það eru þrír dagar í fríi núna. Og hvað á að gera þessa hvítasunnuhelgi.

Einfalt. Sofa út. Sofa út. Sofa út. Nákvæmlega þrír dagar.

Fyrir ári síðan var mér boðið í fermingarveislu um þessa helgi. Mig minnir að hvítasunnuhelgin hafi verið fyrstu helgina í júní. Þá var ekki eins mikill snjór og er nú og TAKIÐ NÚ EFTIR. ÞORSKAFJARÐARHEIÐIN OPNAÐI ÞÁ, VIKUNA FYRR. Núna, nei ekki aldeilis. Ég á eftir að sjá það að þessi heiði opni fyrir júní lok.

 Ég gerði mér vonir um að þegar hitinn fór upp í 20 °c um síðustu mánaðarmót, að sumarið væri komið. En eftir svona tíð þá hef ég ekki miklar áhyggjur yfir því að ferðaskrifstofur fari á hausinn.

Allir til útlanda og í góða veðrið.

 adíos, auf víder sehen.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband