............

Ég asnaðist til tannlæknis um daginn. STÓR fylling gaf sig.  Að láta gera við tönnina var ekkert vitlaust, en það sem ég gerði eftir það var alger þvæla. Ég pantaði mér annan tíma. Tönnin sem varð fyrir valinu að gera við að þessu sinni var lítið brot sem datt úr fyllingu. Minni en títuprjónshaus. Það var nú í lagi. En þegar ég benti tannlækninum á að draumur minn í mörg ár hafi verið að skipta út gamalli (var) hvítri fyllingu í framtönn. 

Þá kom romsan. "við tökum fyllinguna sem brotnaði, setjum hvíta í staðinn, skiptum út silfurfyllingu í tönn þar við hliðina á og síðan þessar gömlu í framtönnunum." Ég fer þá að verða þokkalega hvít í efri góm (tönnum).

Efri gómur vinstra megin, ásamt heila, tungu, nefi og fleiru verður dofinn frá kl 8.20 - 15.00 á næstkomandi fimmtudag. 

Hringingar eru vinsamlega afþakkaðar á þessum tíma sökum lömunar í tungu og skelfingar vegna aðgerðarinnar. 

Þeir sem vilja styðja mig  í baráttu minni er bent á reikning minn ..............framlög alltaf vel þegin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband