4.6.2007 | 23:31
Skemmtileg vitleysa - Taka Tvö.
Ég gleymdi að nefna lagið "Golden Brown" með The Stranglers í fyrri bloggfærslu.
Það kom ósk frá aðdáanda að taka mynd af minni fögru brúnu hendi. Ég tek fram að ég á höndina til vinstri og minnsta ungfrúin á heimilinu þá hægri. Liturinn á minni hendi á að vera svipaður og og á hinni. Liturinn hefur dofnað mikið.
Í fyrsta lagi eru fimm dagar liðnir frá því að brúnkukremið var sett á.
Í öðru lagi þá er ég búin að nota grænsápu og vírbursta í þessa fimm daga og þrisvar á dag.
Í þriðja lagi vaskaði ég upp 60 kristalsglös "with my bare hands" á laugardagsmorguninn.
Það skásta í þessu öllu saman er að lófinn er kominn í eðlilegt horf.
Annars er kominn tími á næstu meðferð. Núna verða notaðir hanskar.
Það kitlar pínulítið að vera með húðlit. Því liturinn er nokkuð jafn núna eftir fimm daga.
Hver þarf að fara til Spánar núna. PARÍS, Camp Elysees, La Basilique du Sacré-Coeur, La Place du Tertre, Musée du Louvre og allir hinir fínu staðirnir. Ég á eina góða sögu handa ykkur frá síðustu förr minni til Parísar. Hún tengist frægum stað Buddah Bar.
Söguna fáið þið í næsta bloggi sem og hvað Robert Downey jr., Robbie Williams, George Michael og fleiri góðir eiga sameiginlegt.
góða nótt......
Athugasemdir
Mér finnst þetta frekar svakalegt. Ertu viss um að þetta sé flottara en þinn húðlitur?
Litli grís (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.