Samviskubit 101

Ég er farin að hafa mikið samviskubit yfir fáum bloggfærslum undanfarið.

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér allri neikvæðninni í nánast öllu, fjölmiðlum, bloggfærslum, samræðum við annað fólk og eins og ég segi nánast í öllu. Ég velti þessu fyrir mér vegna þess að ég er ekkert betri sjálf.  Ég lofa alltaf sjálfri mér að hætta þessu, síðan einhvern vegin dettur maður í þessa leiðinlegu neikvæðni. Eitt sem slær mig svolítið er að það þarf alltaf að finna blóraböggul á öllum þeim leiðinlegu atvikum sem verða. Hvenær ætlar fólk að fara að taka ábyrgð á eigin gjörðum, lífi sínu og barna sinna?

Hér í þessu bæjarfélagi mínu er nóg af neikvæðni. Mikið af fólki að flytja í burtu, störf eru seld úr byggðarfélaginu og svona mætti telja. Ég er búin að búa hér og starfa í tvö ár. Og auðvitað var erfitt að koma úr Reykjavík (borin og barnfædd) í svona lítið samfélag.  Það tók sinn tíma að sætta sig við það að geta ekki keypt sér verkjatöflur eða jafnvel skrúfur á öllum tímum sólarhringsins eins og hægt er að gera í Reykjavík.

Það jákvæða við að búa á Ísafirði er:

Líflegt og skemmtilegt fólk. Búin að kynnast ógrynni af fólki á þessum tveimur árum. Frábær náttúra, fallegur bær og æðislegt veður það sem af er af sumri og í vor. Lítið samfélag, fullt af kjaftasögum. Stutt í allar áttir innan bæjarfélagsins. Ódýrara að búa í miðbænum hér en í úthverfunum, öfugt við Reykjavík. Snyrtivörur á sama verði og í Hagkaup. Og það best er, að snyrtivörum fylgir í 90% tilvika prufur. Alltaf fjölgar í flórunni af kaffihúsum. Sumarið er mjög líflegur og skemmtilegur tími, alveg feyki nóg að gera.

Það sem er erfitt að sætta sig við hér á Ísafirði er:

Glæpsamlega dýr leikskólagjöld, borga 360.000 kr meira hér á ári en í Reykjavík.  Mánuður í Reykjavík erum 20.000 kr en hér er ég að borga um 48.000 kr.  Hitt er að leiðin til Reykjavíkur er allt of löng. Hægt væri að stytta hana um 100 -150 km með göngum og brúm. Um leið færu fleiri að koma hingað. Bæði sem ferðamenn og sem nýir íbúar Ísafjarðarbæjar.

 

Niðurstaðan er þessi: Ég þarf leiðbeiningar á því hvernig ég get farið að tala meira jákvætt um hlutina og aðrir þurfa að fara eftir þessu sömu leiðbeiningum með mér.

 

Að lokum, það eru komnar æðislegar myndir af litlu börnunum mínum í Sólargöngunni í dag.

Með kveðju frá Pretty Pig.

 

P.s. Stefanía mín gangi þér vel í vinnunni þinni í sumar. Þú ert klár og æðisleg stelpa og getur allt sem þú vilt geta gert. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert líf á götunum, engir skemmtistaðir, fá kaffihús, þreyttur miðbær, engar spennandi gönguleiðir, erfiðar samgöngur.

Mátti ég ekki annars vera með í "hvað er neikvætt við Ísafjörð"? Nei ég segi nú bara svona. Er ég ekki alltaf velkomin .

Reykjavíkurmær (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband