Dagur 1. Kæra amma......

Dagurinn byrjaði kl 06.00 þegar litla ljóskan vaknaði til að fara að pissa. Ekki mikið mál að hjálpa henni í því. Það jákvæða var að hún pissaði ekki í rúmið mitt. (hefur að vísu ekki gert það síðan hún hætti með bleyju 18 mán)

Tókst nú samt að gubba í rúmið, en það er allt í lagi ég þurfti hvort eð er að skipta um rúmföt.  Þar sem ég var heima í dag, með sjúklinginn, þá var herbergið ryksugað og allt burstað úti í góða veðrinu.

Á meðan að loftskipti fóru fram í íbúðinni þá horfðum við mæðgur á Sound of Music. Snilld. Ég fer alltaf að syngja með. Óperur ef því er að skipta. Ég ætla að taka nunnuna Maríu til fyrirmyndar. Hún er gjörsamlega út úr heiminum þegar veðrið er gott. Gengur á fjöll og syngur.  Svona "Sound of Music Syndrom" la la lalala. Hún náði líka í stegg með öllu í restina. Ef þú áttar þig ekki á því, þá er það ekki gæs með sósu og brúnuðum. 

Litla ljóskan gubbaði nokkrum sinnum fram eftir hádeginu en hætti um kl 13.08 í dag. Fínt að Þvo mikið  í góðu þvottavélinni minni. Mér var sagt frá því að því meira sem þvottavélin er notuð, því lengur endist hún.  Með þessu áframhaldi þarf ég ekki að kaupa mér vél næstu 20 árin. Þá verður búið að finna upp efni sem búið er að húða með gljáefni sem hrindir frá sér óhreinindum. Ekki fleiri þvottavélar.

Seinnipartinn var brunað á fund í Bolungarvík. Óvenju mörg mál á dagskrá og kraftaverkin gerast enn, klukkutími og 40 mín. YES.

Nú er legið í hreina og fína rúminu, með hreina loftinu í herberginu og börnin sofnuð. Æðislegt.

Ég gleymdi veðrinu. Logn, 15 °c og skýjað. Geggjuð blíða.

 

adíós allir. I am Pretty Pig. Thanke you for reading.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband