Ekki er öll vitleysan eins.

En svona hlutir gerast líka hér á litla Íslandi.  

Ég þekki til tveggja systra sem eru fæddar hér og uppaldar, komnar yfir fimmtugt í dag.

Þær eiga íslenska móður, bandarískan föður og hafa bandarískt vegabréf.

Fyrir um ári síðan voru þær á leið heim til Íslands úr utanlandsferð þegar þær eru stoppaðar í vegabréfseftirliti og meinað um inngöngu í landið.  Það tók nokkra klukkutíma fyrir þær að komast inn í landið aftur eftir hringingar í forstjóra útlendinastofnunar og fleiri.

Síðan þá hefur bara verið vandamál að eiga við kerfið til að fá íslenskt vegabréf og allt sem því fylgir.

Eftir tugi ferða erlendis, enda miklar ferðakonur, allt í einu er þeim meinaður inngangur í landið.

Ef það var vandamála að þær væru með bandarískt vegabréf, hvers vegna var ekki búið að tilkynna þeim það.  Að því sem mér skilst þá er það nýlega til komið, að hægt sé að vera með  tvöfaldan ríkisborgararétt.

 


mbl.is Átti á hættu á að verða rekin úr landi eftir 78 ára dvöl í Skotlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband