1.8.2007 | 00:09
Löng þögn.
Ég vil biðja dygga aðdáendur mína afsökunar á því að hafa ekki bloggað sl mánuð. Ég hef verið í sumarfríi og ákvað að taka mér sumarfrí frá þessum ritstörfum mínum.
(ok þetta var bara leti)
Annars er fríið búið að vera fínt. Hálskirtlataka, húsdýragarðurinn, IKEA, Smáralindin og að sjálfsögðu Kringlan. Ég á frábær börn, þau elska að fara í Kringluna, ekki að versla, nei í ævintýralandið. Besta barnapössun sem ég hef fengið um dagana. Þó að verðið sé í hærri kantinum þá slaga leikskólagjöld hér á Ísafirði hátt upp í verðið í ævintýralandinu.
Ég eyddi ekki öllu fríinu í Reykjavík. Ég fór á Tálknafjarðardaga um síðustu helgi. Ágætis ferðalag. Bíldudalur er flottur bær. Stefni að því í framtíðinni að kaupa mér sumarhús þar. Vegamót er flott verslun.
að lokum þið eruð yndisleg, Pretty Pig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.