12.8.2007 | 22:24
Er að komast í gírinn...mýrarbolti og.....
Vá dj....l er erfitt að komast úr sumarfríinu. Nenni ekki að opna tölvuna þegar ég kem heim á kvöldin, er ekki alveg í sambandi í vinnunni og svona mætti áfram telja. En ég geri mitt besta.
Mýrarboltinn. Tókst að vera með í þremur leikjum. Fyrsti leikurinn fór alveg með mig. Spilaði í heilar 10 mínútur. Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá eru tvær mínútur hámark sem hægt er að spila í einu. Síðan góð hvíld. Og aftur inná.....
Hvers vegna? Jú í mýrarboltanum er spilað í drullusvaði sem nær frá ökklum og upp á miðja kálfa. Þetta snýst ekki um það hversu góður þú ert í fótbolta, heldur hvort þú náir skónum með upp úr drullunni. Enda er gott límband og lítill klæðnaður frá hné og niður galdurinn í þessum leik.
Eins og sjá má hér til hliðar er ég algjör byrjandi í þessari grein íþróttar.
En þetta er klikkaðslega gaman.
Ég mæli með linknum hér að neðan:
http://www.bb.is/Ljosmyndavefur/Svipmyndir/MyndaYfirlit/~/itemid/a0e9e912-21a2-4c6b-9f8c-7475356cd0e8
Fyrir áhugasama þá eru þetta svipmyndir frá Mýrarboltanum 2007. Ykkur til mikillar gleði þá er ég ekki á þessum myndum enda ekkert skemmtilegt myndefni. EN ég vona að þið skemmtið ykkur og verðið með að ári.
með kveðju frá Dirty PIG.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.