20.8.2007 | 22:47
Ég sagði við hana, þegar hún kom til mín uppspennt eftir helgina: "Ef þú kemur svona fram við fólk um þá.....". Hún svaraði ekki, heldur rauk á dyr.
já, það er alltaf spurningin um helgarnar.
Hér í sveitinni notar maður góða veðrið þegar það gefst.
Á föstudag var farið á aðalfund Mýrarboltafélagsins. Svo sem allt í lagi.
Laugardagurinn "my man". Fjölskyldan fór á 100 ára afmælishóf til heiðurs Bændasamtökum Vestfjarða. Gleðin var haldin á Núpi.
Á staðnum var lítill húsdýragarður sem börnin höfðu gaman af, vöfflur sem allir höfðu gaman af og hestar frá hestamannafélaginu Stormi á Þingeyri,
sem yngsta kynslóðin elskaði. Litlu gríslingarnir fóru tvisvar á bak.
Eins og myndirnar sýna þá er mikið gaman og mikið fjör.
Eftir búnaðarsýninguna var keyrt á Ingjaldssand. Áhugaverður staður.
Á sunnudeginum voru ber tínd í hundraða tali í Hestfirði. Æðislegur staður. Veðrið gat ekki verið betra.
Hér er smá ábending til þeirra sem eru að fara að tína ber eða að fara að njóta náttúrunnar, "Ekki vera með lykt-sterk efni í hárinu eins og froðu, gel eða annað. Flugurnar eru vitlausar í lyktina." Það er ávísun á að fá ekki frið.
Þegar komið var heim úr vinnu í kvöld var sultað úr öllum herlegheitunum. Ég taldi ekki mikið yrði úrberjunum sem tínd voru. En annað kom á daginn. Ég stóð í ísskápnum í kvöld til að losa úr krukkum sem komnar voru á dagsetningu eða lítið var eftir í.
Uppskeran var 1,2 ltr af krækiberjahlaupi. Geðveikt gott. (sett í 4 krukkur)
2 ltr af bláberja og rifs sultu. Verður smökkuð á morgun.(sett í 6 krukkur þar af ein stór)
Nú er orkan tæmd eftir helgina og kvöldið í kvöld. Fótbolti á morgun og síðan hvíld.
Með kveðju frá Very Pretty PIG.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.