17.9.2007 | 23:02
Ég er komin heim í heiðardalinn, ég er komin heim með slitna skó.... komin heim til að .......
Well, well
Komin heim eftir vikudvöl í henni Reykjavík. Alltaf gott að komast í Borgina, og alltaf jafn gott að komast heim.
Það var nú minna verslað en ég gat átt von á. Það er þetta með sálfræðina. Ég er farin að horfa á hlutina sem mig langar í og spyr þá: "Hef ég þörf fyrir þig?" Ef hinn sami hlutur svarar til baka þá er ekki séns að hann sé keyptur. Ef þessi sami hlutur sendir mér hugskeyti innan mínútu þá er hugsanlegt að hann sé keyptur.
Annars er ég með shopaholic syndrome bara vægt. Systir mín er með big time shopaholic syndrome. Ég gæti sagt skemmtilegar sögur af henni en ég bíð með þær þar til að ævisagan kemur út.
Vá .... geysp ég er alltaf syfjuð.
Nú er bara að lesa bloggið hennar Þórhildar og fara síðan að leggja sig.
Góða nótt allir mínir vinir þarna úti.
Með kveðju frá Pretty Pig.
Athugasemdir
Þessi shopaholic systir þín, er það ekki örugglega sú eldri? Mér gengur sæmilega að halda mig frá búðunum. En ég hef reyndar farið tvisvar í HM og aðeins misst mig. En það verður að hafa það í huga að mig vantar heilmikið af fötum .
Scottish pig (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.