17.10.2007 | 22:40
Nálastungur = pyntingar í dulargervi.
Nú get ég ekki orða bundist.
Ég fór í sjúkraþjálfun í dag. Svo sem ekkert að kvarta yfir því, en þegar tíminn er uþb. hálfnaður rífur sjúkraþjálfarinn upp nálar og byrjar að stinga í neðri hlutann á bakinu á mér. Uhum, ég hef áður farið í nálastungur og þá var ég um það bil að fara að fæða barn. Kannski heldur öðruvísi aðstæður en þarna í dag.
En þvílíkur hryllingur. Sársaukinn var þvílíkur að það var stutt í tárin. Nú er ég ekki vön því að fella tár vegna sársauka, hef fætt 3 börn, hef gefið blóð reglulega, nýlega búin að fá mér tattú og þurft að eiga í samskiptum við drullusokka. En nú held ég að Kínverjar séu alveg búnir að tapa sér. Þennan hrylling , mér var sagt að hætta þessu tuði og hugsa til þess hversu vel mér liði í bakinu á eftir. Nei, ég er enn aum í neðri bakhlutanum. Ef þessi sjúki-þjálfari tekur upp nálar aftur þá stingast þær bara á milli augnanna á honum.
Little "sore rare end" Pretty Pig kveður að sinni.
P.s. fylgist með fréttum á BB.is af því hvort sjúkraþjálfari hafi verið stunginn á milli augnanna með nálarstungunálum af geðvondu glæsikvendi.
Athugasemdir
Eg hef heyrt thetta se kannski ekki thaegilegt en ein sem eg thekki segir ad thetta virki (allavega vid kvefi ). Kannski verdurdu aedislega fin i bakinu eftir nokkra daga. Vonum thad bara (thjalfarans vegna).
Thorhildur (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.