25.10.2007 | 21:18
Barcelona, Barcelona og meira Barcelona...............jabb, ég er á leiðinni þangað....
Hum er svona langt síðan ég bloggaði síðast.
Jæja það er af mér og mínum það að frétta að nú er mín að fara til Barcelona á sunnudaginn.
Nóg að gera. Fara á bæjarskrifstofurnar í heimsókn, skoða Gaudi safnið, farið á vínekru og spennandi verksmiðjur og byggingarframkvæmdir skoðaðar.
Jólin verða ofarlega í huga með jólagjafir í vinnslu.
Spennó, Spennó og meira spennó. Fyrir föndurfíkilinn mig þá er A4 (áður Oddi) að opna verslun hér á Ísafirði á morgun. Það fer hrollur niður hryggjasúluna á mér að spenningi. Helvíti verða þetta dýr jól þetta árið. Heiti mér því á hverju ári að minnka útgjöldin en ég fell alltaf fyrir freistingunum.
TIL HVERS ERU ÞÆR ANNARS EN AÐ FALLA FYRIR ÞEIM.
Það verður fallið fyrir nokkrum freistingum í Barcelona.
Ola, Bella PIG eða þannig.
Athugasemdir
Mín litla spænskukunnátta segir mér að bella sé ítalska. Getur sagt bonita eða guapa (held ég). Barcelona er æðisleg svo þetta verður frábær ferð hjá þér.
Ég mæli með að borða á Plaza Reial ef þú finnur það. Fullt af veitingastöðum þar og mig minnir að ljósastaurarnir séu eftir Gaudi. Svo er aðalverslunargatan eitthvað Angel. Ramblan er ekki með fataverslanir en það er mjög skemmtilegur matarmarkaður þar (Mercado).
Hafðu það bara æðislegt.
Kv. Þórhildur
Þórhildur (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.