8.2.2009 | 13:10
Jæja tími kominn á smá blogg.
Ég verð að viðurkenna það að ég er ekkert sérstaklega dugleg að blogga þessa dagana.Ég þykist vera svo upptekin að ég sest ekki fyrir framan tölvuna á kvöldin og læt einhver vísdómsorð niður á blað.
Jæja "tímaþjófarnir" eru prjónakvöld á mánudögum, dansæfing á þriðjudögum og kóræfingar á fimmtudögum. Síðan eru stelpurnar á skíðaæfingum á þriðjudögum, laugardögum og sunnudögum. Ég er eiginlega hætt að upplifa dauðan dag. Að vera í náttfötunum allan daginn og gera ekki neitt. (væri betra að nenna að gera eitthvað á heimilinu, bara það nauðsynlegasta gert)
En í gær var æðislegt skíðaveður. Hildur Högna og Sunneva Sól tóku þátt í sínu fyrsta skíðamóti. Eins og sjá má þá tóku þær sig bara nokkuð vel út og árangurinn frábær eins og sjá má á upptökunni sem ég tók. Hún er reyndar tekin strax eftir keppnina sjálfa en það skiptir ekki öllu máli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.