Snillingur með stóru ESSI.

Ég bara varð að setja þetta inn.  

Það eru að verða komin 4 ár síðan ég fór á tónleikana í Globen.

Á litlu myndavélina mína fékk ég þessa litlu myndbandsupptöku.

 

Prettý PIG hefur verið stuck á FACEBOOK undanfarið ár og vanrækt síðuna. Blush 


Beauty is Pain

Ég er búin að vera með allskonar verki og sársauka út um allan líkama í þó nokkurn tíma.

...búin að fara til hinna og þessara lækna í skoðanir, rannsóknir, blóðprufur og mælingar.

Fékk svo loksins niðurstöðu frá erlendum sérfræðingi sem kom mér reyndar ekkert á óvart :

Beauty is Pain ! ;))

 


Nei nei, þetta er "Hug a Ginger Day"

Hvernig stendur á því að fjölmiðlar blása upp "kick a ginger day" en minnast ekki einu orði á "Hug a Ginger Day".

Þegar ég fór á Facebook í gærkvöldi var mér ekki boðið að taka þátt í þessum sparkdegi, heldur að knúsa sætt rauðhært fólk.

Enda miklir hagsmunir á mínu heimili þar sem 3 af fjórum heimilismeðlimum eru fallega rauðhærðir.

Ég er mikið stolt og hef alltaf verið af þessum rauða lit.

Mín skoðun er að einhver öfundsjúkur með ljótan hárlit eða jafnvel sköllóttur kom þessum sparkdegi í gang.  

Skilaboðin eru þessi: Litið á ykkur hárið rautt eða fáið ykkur hárkollur. Þá getið þið gengið á meðal okkar rauðhærðra með stolti. 


mbl.is Ekki gott að sparka í annað fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunddrottningin Sunneva Sól.

Litla músin á heimilinu er búin að fara á sitt fyrsta sundnámskeið. Hún er hörkudugleg sundkona og á framtíðina fyrir sér. Myndir af henni eru í myndalbúminu Nýjar myndir.

Hér er einnig smá videóupptaka.


Vorfílíngur í fólki.

Jæja þá er páskafríinu lokið og daglegt amstur komið í samt lag. En elskurnar mínar ég biðst velvirðingar á bloggleti minni. Það er bara svo mikið að gera.

En frá því síðasta færsla var síðan 21. febrúar eftir fyrri dag Púkamóts Glitnis. Síðan þá, þá er búið að taka þátt í Ásgeirsmótinu sem var núna í mars.

Hér eru myndir af því:


Púkamót Glitnis í dag.

Jæja nú er komið að alvörunni.

Púkamót Glitnis er í dag. Bæði Sunneva Sól og Hildur Högna eru skráðar til leiks. Það verður spennandi að sjá hvernig þeim gengur. Keppt er bæði á laugardag og sunnudag. Á laugardaginn er leikjaþraut og um kvöldið er kvöldvaka. Á sunnudeginum er keppt í stórsvigi.

Ég kem með fréttir af árangri litlu skvísanna þegar mótinu er lokið. Vonandi næ ég videomyndum og set á síðuna.

Sæl að sinni. Pretty Pig is gone skiing.


Jæja tími kominn á smá blogg.

Ég verð að viðurkenna það að ég er ekkert sérstaklega dugleg að blogga þessa dagana.Ég þykist vera svo upptekin að ég sest ekki fyrir framan tölvuna á kvöldin og læt einhver vísdómsorð niður á blað.

Jæja "tímaþjófarnir" eru prjónakvöld á mánudögum, dansæfing á þriðjudögum og kóræfingar á fimmtudögum.  Síðan eru stelpurnar á skíðaæfingum á þriðjudögum, laugardögum og sunnudögum. Ég er eiginlega hætt að upplifa dauðan dag. Að vera í náttfötunum allan daginn og gera ekki neitt. (væri betra að nenna að gera eitthvað á heimilinu, bara það nauðsynlegasta gert)

IMG_0007En í gær var æðislegt skíðaveður. Hildur Högna og Sunneva  Sól tóku þátt í sínu fyrsta skíðamóti. Eins og sjá má þá tóku þær sig bara nokkuð vel út og árangurinn frábær eins og sjá má á upptökunni sem ég tók. Hún er reyndar tekin strax eftir keppnina sjálfa en það skiptir ekki öllu máli.

 

   

 
 
 
 
Hér má svo sjá duglegustu stelpur í heimi á leið í brekkunni. 
 Með Pretty PIG kveðjum.
 
 
 

Jólagleði, jólasnjór og klikkuð jólakerling.

Já ég er ekkert smá mikil jólakerling. Myndbandið hér að neðan sýnir draumahúsið mitt. 

 

 

Pretty Christmas PIG.  

 


.....og geðveikur nágranni með heimabíó....6 á richter hér...

Já, hvað á að gera við nágranna sem er nýbúinn að fá sér leikjatölvu og heimabíó. Það eru þvílík lætin í stofunni hjá mér. Það glymur í gólfinu hjá mér og glerið í hillunum skelfur. Lögreglustjórinn á svæðinu hefur verið vitni af látunum. Tillitsleysið er þvílíkt. Ég er búin að kvarta undan hávaða einu sinni og ég fékk að heyra það á móti að það heyrðist stundum í mér. Ok. Ég viðurkenni það að hafa keypt Indíana Jones Lego fyrir PS2. Ein byssan í leiknum var örlítið kraftmikil en ég efast um að lætin í leiknum hjá mér komist í hálfkvist við það sem ég er að upplifa hér núna. Já og svo tölum við svolítið hátt hér á heimilinu. 

En þá hefst lesturinn. Í ágúst sprakk rör hjá þeim fyrir ofan mig. Það var rigning í eldhúsinu hjá mér í viku. Sex dallar um allt eldhús og það angaði af stíflueyði í mánuð. Loftið er ónýtt og mála þarf veggina upp á nýtt. Líklega er raki í gips veggjunum. Ok, ef tryggingarnar borga fyrir nánast nýtt eldhús fyrir jól þá segi ég ekki neitt.

Ég hef vaknað upp í miðri viku og tónlist á fullum styrk uppi. Það er partý. Angry Enda er hér um að ræða gleðifólk og þá á ég ekki við það að þau reyti af sér brandarana.

Liðið í kjallaranum reykir og Stefanía og stofan anga. Sick 

Ef ég get ekki sofið eða verið í stofunni há mér vegna sígarettu óduns þá segi ég nei. Það eru takmörk í þessum heimi.

Ekki verý happý pig þessa dagana...Sleeping svoooo þreytturrrrzzzzzzzz


Afmælum barnanna lokið.

Jæja þá er afmælum ársins lokið.

Hildur Högna átti afmæli 25. september sl og varð STÓR. Hún er nú orðin sex ára.

Sunneva Sól varð 4 ára þann 9. október og Stefanía Kristín komin með sjálfstæði.

3 afmæli á 14 sögum þyngdu greiðslubirgði heimilisins til muna.

Visareikningurinn kominn og greiddur. Hjúkkit.

Þá eru það jólin. Visakortið strax farið að svitna. En samt er búið að heita því á þessu heimili að vera skynsamur þessi jól og ekki kaupa allt það sem hugurinn girnist. En það er ekkert smá erfitt fyrir jólakerlingu nr. 1.

Myndir úr afmælum barnanna eru sett inn í dag. Bon apetite.

Pretty Betty Pig biður góða nótt.

kiss1

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband