Dottin í Facebook......

Jæja kæru dyggu lesendur.Ég er dottin í fésbókina. BIG.Ég biðst innilegrar velvirðingar á að hafa vanrækt ykkur undanfarið.Ég get ekki lofað að gera bragarbót á hegðun minni en ég get lofað því að ég mun reyna eftir fremsta megni.Ég var á sl. laugardegi í afmæli hjá Ólínu Þorvarðar og Sigurði manninum hennar. Glæsilegt og skemmtilegt í alla staði.Er á leið til Reykjavíkur og í Borgarnes næstu daga á fund byggingarfulltrúa. Gaman gamanGetLost. Jú það er reyndar alltaf gaman að hitta allt þetta fólk og auðvitað þá eru herramenn í meirihluta. Á laugardag er síðan afmæli hjá Katý. Býst við rokna fjöri og stuði. 

IMG_0041Ég vil biðja ykkur að horfa framhjá þeirri staðreynd að sá sem tók myndina ætti að huga að öðrum starfsvettvang. 

Það sem ég er að sýna ykkur hér kjólinn sem ég kláraði að prjóna á laugardaginn og þarna var ég á leið í ofangreint afmæli um síðustu helgi og ætla að vera í honum í afmæli um næstu helgi einnig.

 

Hér kvittar Pretty Pig sig út. Til næst W00t 


Já og nú er ég orðin pípari....he...he.....

Jahá gærdagurinn gekk nú stóráfallalaust fyrir sig. Ég bauð börnunum og vinum þeirra upp á ís, ef þær tækju til í herbergi litlu gríslinganna. Klukkan 20.00 um kvöldið var verið að fara að leggja í hann þegar það uppgötvast að yngsti meðlimur heimilisins var búin að stífla klósettið. Hátt í klukkutími með höndina á kafi í klósettinu hrærandi í ullabjakkinu og að lokum þá losnaði stíflan með rafvirkja gorm.  Næst verður kallað á pípara. Það var sko farið í sturtu áður en farið var að kaupa ísinn.

 Fyrsti skóladagurinn í dag. Mætt í 10 mínútur hjá kennaranum. Mikil spenna í loftinu. Á morgun hefst kennslan á slaginu kl 08.00. Hádegismatur og kaffitímar í röðum. Dægradvölin á milli 13.00 og 16.00. Fórum í heimsókn og lýst nokkuð vel á. 

En í póstinum kom fyrsta neikvæða ábending haustsins. Lyfjafyrirtæki auglýsti lúsarmeðal. Hrollur..... Ég vona að ég sé búin með þann pakka. Lenti sjálf í þessu þegar ég var 12 ára. 

its skrats its skrats kveðjur frá Pretty "cleen hair" Pig. 


Og nýjar myndir.

skemmtið ykkur vel.....

Pretty pig með B skálastærð af baugum.


Pretty Pig goes camping.......fun....

Nú er sumarfríið búið og allt að komast í rétt horf. 

Það verður að viðurkennast að það var pínu gott að komast  í vinnuna sl. fimmtudag. Það tekur smá tíma að koma sér í gang. En miðað við fyrstu dagana þá kemur þetta fljótt.

Ég fór alla leið til Big R í sumarfríinu og skrapp til Edinborgar í 3 daga. Hitti Þórhildi og HM aftur. Þetta var fínt. Veðrið var mikið betra í þetta skiptið í Edinborg.

Annars var keypt tjald á heimilið um daginn. Nú er búið að fara í tvær útilegur. Fyrra skiptið var um verslunarmannahelgina í Laugarási. Æðislegt veður en aðfaranótt sunnudags rigndi nokkuð mikið.

Um síðustu helgi var farið á Danska daga í Hólminum. Púff ....er ég ein í tjaldi í dag.  Þvílík ringulreið á "tjaldstæðinu". Ekkert nema fellihýsi, tjaldvagnar og hjólhýsi sem eru stærri en íbúðin mín. Algjör ringulreið og kaos. Við stoppuðum bílinn á milli tveggja hjólhýsa til að skoða stöðuna hvar við kæmumst hugsanlega fyrir með 35 fm tjaldið (smá ýkt stærð). Við fengum ljótar augngotur frá fólki í kring og loksins kom kona og rak okkur í burtu, það var búið að taka frá þennan blett fyrir einhvern annan. Vov ..... Ég fer ekki aftur á svona fjöldasamkomu aftur. Það endaði með því að við tjölduðum á fyrsta slétta blettinum sem við sáum. Upp við girðinguna á íþróttavellinum og nokkra metra frá sundlauginni. Þetta var nú reyndar ágætis helgi en aðeins of mikið af fólki samankomið á einum blett að mínu mati. En tjaldið fær toppeinkunn hjá mér.

Hér sjáið þið gripinn. 

colorado 600dlx laurel

 Og grunnmyndina af tjaldinu.

Grunnplan

 

 

 

 

 

 

Jæja Góða nótt og gangi ykkur vel í  berjatínslunni þetta árið. Ég fer í Hestfjörðinn.

Bláberjakveðja frá Pretty Pig. 

 


Hvar get ég fengið þess dúkku????

b2607MIRACLE MOVES DRINK 'N' WETMiracle baby has super soft skin, amazingly real facial movements and now she drinks and wets. Feed her a bottle, burp her and she will wet her nappy. She really knows when she’s wet, and when she’s dry again she makes happy giggles.

 

 

Ég keypti svona dúkku fyrir 4 árum síðan. Í gær kom ein í heimsókn og braut af henni hausinn. Þrátt fyrir að ég telji mig vera þúsundþjalasmið þá get ég ekki lagað hausinn á dúkkunni. Yngsti heimilismeðlimurinn er miður sín vegna veikinda dúkkunnar. Ég veit að hún fékkst á Íslandi fyrir um 3 árum síðan. Ég er búin að leita á vefnum en það er nú staðreynd að ég er ekkert sérstaklega klár að leita. Ef einhver gæti hjálpað til þá er sú hjálp vel þegin.

kiss og knús til þeirra sem geta hjálpað og leggið inn í athugasemd hvert ég get snúið mér til að bjarga sjúklingnum eða fengið nýja dúkku.


Vil benda á þessa heimasíðu sem sýnir myndir af Angelu fyrir og eftir.

http://www.rawreform.com/
mbl.is Angela missti meira en 80 kíló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er bara hreinlega allt vitlaust að gera.

Já því miður elskurnar mínar. Ég hef ekki tíma til að blogga eins oft og mig langar. Það er ekki að það sé ekkert að skrifa um nei ó nei. Hér er hreinlega allt að gerast.

 Á laugardaginn fór ég á markaðsdag í Bolungarvík. Beið ekkert smá lengi til að bera Ný Danska augum og þá kyntáknið Björn Jörund. OMG ég fékk hroll niður í tær. Djö... eru þeir orðnir gamlir og sjúskaðir. Ég heyrði frá fólki sem sat við hliðina á þeim spírum Daníel Ágúst og Birni Jörundi. Þeir voru að tala um hversu mikil kyntákn þeir væru. jakk og gubb gubb. Og toppurinn á þessu öllu var frétt á www.visir.is eða www.mbl.is þar sem fréttin var að Björn Jörundur hefði gleymt gítarnum sínum einhversstaðar frá Reykjavík til Bolungavíkur. Það er ekki skrítið. Frá því að þessir félagar stigu út úr flugvélinni hér á Ísafirði á laugardagsmorguninn og þar til þeir stigu um borð í flugvélina á leið til Reykjavíkur á sunnudagsmorguninn þá voru þeir nokkuð vel rakir. Ég gæti haldið áfram með sögur en ég læt staðar numið hér. En tónleikarnir hjá þeim á markaðsdeginum voru fínir. Ekkert hægt að kvarta undan þeim.

Sunnudagurinn....ég man ekkert hvað ég gerði á sunnudeginum nema að við vorum úti eitthvað af deginum...já alveg rétt ég fór í útileikhús hjá leikhópnum Lottu. Sá stykkið Galdrakarlinn í Oz. Um kvöldið fór ég síðan á Kynlíf í Stórborginni.  Nokkuð fyrirsjáanleg mynd.

Á mánudagskvöldið fór ég á vikulegt prjónakvöld og eftir það var Yoga á Austurvellinum. Algjört æði að stunda Yoga undir berum himni.

Tannlaus

Hildur missti tönn númer tvö í leikskólanum á mánudag og tönn númer þrjú í dag. sjá mynd. 

 

 

 

 

 

 

Komin með eyrnalokka

 Já og svo er Hildur komin með eyrnalokka. Kannski ég segi frá þeirri ferð seinna. 

 

 

 

 

 

 

nýtt hár í dagNýja klippingin. Gott að eiga góða stóra systur. Hún kann sko að klippa.

 

 

 

 

 Pretty þreytta pig is going to sleep.  


Edinborg here I gome again....and again and again.....

Jabb ég er að fara aftur til Edinborgar. 

Ég komst að því að kjóllinn eini sem ég keypti þar í Zöru er til hér heima. Það sem verra er að allar kerlingar hér á Ísafirði eru í þessum blessaða kjól. Nú á bara að fara út aftur og versla eitthvað annað og ekki í Zöru.

Nei í alvöru. Þá er miði á lausu sem er í sárri leit eftir eiganda. Þar sem ég er þekkt fyrir að taka að mér svona vesalinga þá sá ég aumur á honum og ákvað að ættleiða hann.

Healthy Pretty Pig er komin í ham. Hjólið var sent með flugi í dag. Búin að eiga það í fögur ár og einu sinni sest á það. Ég var að vísu ólétt þegar ég keypti það en það hefur verið í geymslunni síðan þá. Það er eins og nýtt. Ekkert ryðgað eða stíft.

En hér eru myndir úr síðustu Edinborgarferð.

Mamma og Þórildur í Garðinum????

 Þarna eru Mamma og Þórhildur í garðinum við lestarstöðina. Myndin var eiginlega tekin af því að tréð var bleikt. Hildur Högna er svo hrifin af bleikum lit

 

 

 

  

Ég og Mamma og Bobby the dog.Hér erum við með hundinum Bobby. Frægasti hundur Edinborgar. Hann þótti óvenju húsbóndahollur. Ég heyrði nákvæmlega eins sögu af hundi í Japan nú um daginn. Það hefur verið gerð Disney mynd af Bobby og nú á að fara að gera mynd af Japanska hundinum. Það er einhver Hollýwood leikari sem á að leika húsbóndann. 

Annars í þessari ferð ætla ég að fara í draugaskoðunarferð. Það er mikið af slíku í Edinborg.

 Jæja ykkar yndislega Pretty Pig er orðin þreytt og er að fara að sofa. Góða nótt eða Good Night eins og þeir segja í Edinborg.

 

 


Já ég er hér......

Halló allir mínir vinir, já og allir hinir líka.

Þið verðið að fyrirgefa mér lyklaborðsleti mína. Frá því síðast þá hefur mikið gengið á hér á heimilinu. Hildur Högna er á leið í 1. bekk í haust. Útskriftarathöfn, útskriftarferð er meðal þess sem hún hefur verið að gera í leikskólanum síðustu daga. Nú í sumar ætlar hún á sundnámskeið og ekkert smá spennt. Fleira spennandi hjá henni er hjólaferð, umferðarfræðsla og fyrsti skóladagurinn er bara brot af því sem hún mun gera fyrir sumarfrí í júlí.

Litla Lína varð fullorðin í leikskólanum á mánudaginn. Hún er sko komin á stórudeildina. Það er hoppað og skoppað á hverjum morgni núna þessa tvo daga sem komnir eru.

Stefanía Kristín komin heim frá Reykjavík eftir 2ja vikna ferðalag, eða heimsóknir.

Annars fórum við til Reykjavíkur um daginn og verslings mamma situr alltaf uppi með okkur.

Annars er búið svona nokkurn vegin að skipuleggja sumarfríið.

15. júní  er fermingarveisla á Reykhólum.

16. júní til hamingju með afmælið Dagrún.

21. júní brúðkaup í Grenjaðarstaðarkirkju, stórt ferðalag.

18. júlí Gromsaraættarmót að  Laugum i Sælingsdal.

Þaðan verður síðan haldið til Reykjavíkur og komið til baka á Ísafjörð eftir Verslunarmannahelgi. Sem segir mér að ég missi af mýrarboltanum.

En af því að þið elskulegir lesendur síðu minnar eru svo duglegir að kíkja inn þá ætla ég að setja inn nokkrar myndir af lífi okkar í Fjarðarstrætinu frá því að ég bloggaði síðast.

P.s. það er einhversstaðar myndband á heimasíðunni minni. Ég var að setja það inn ég veit ekki hvar þið finnið það. En þið eruð svo klár, þið finnið það. Ballettsíningin æðislega. Ha ha komið.

Pretty Pig is signing out. 


Ég er enn hérna megin á jarðkringlunni.....

Jæja þá er loksins hægt að blogga aftur.Í færslunni hér að framan dásamaði ég nýju tölvuna mína. Hún endaði í viðgerð viku seinna. Það hafði ekkert með tölvuna að gera. Millióþekktin tróð tveimur geisladiskum í geisladrifið. Góður reikningur til að losa þá.

En á þessum mánuði sem liðinn er þá hefur ansi mikið verið í gangi.Ég fór með mömmu til Edinborgar að heimsækja Þórhildi. Mikið gaman og mikið gengið og skoðað. Ég mæli alveg hiklaust með Edinborg til að chilla og labba og sitja á kaffihúsum eða börum.

Á föstudagskvöldið fór ég á tónleika með Þursaflokknum. Tær Snilld er sú einkunn sem ég gef þeim.

Á miðvikudaginn kem ég síðan í heimsókn til big R. Að vísu verður unnið á fimmtudag og föstudag en annars á að heimsækja vini, kunningja og ættingja. Juhú eða þannig.

Þangað til næst þá kiss og knús frá Pretty Pig.Kissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband