Pretty Pig goes camping.......fun....

Nú er sumarfríið búið og allt að komast í rétt horf. 

Það verður að viðurkennast að það var pínu gott að komast  í vinnuna sl. fimmtudag. Það tekur smá tíma að koma sér í gang. En miðað við fyrstu dagana þá kemur þetta fljótt.

Ég fór alla leið til Big R í sumarfríinu og skrapp til Edinborgar í 3 daga. Hitti Þórhildi og HM aftur. Þetta var fínt. Veðrið var mikið betra í þetta skiptið í Edinborg.

Annars var keypt tjald á heimilið um daginn. Nú er búið að fara í tvær útilegur. Fyrra skiptið var um verslunarmannahelgina í Laugarási. Æðislegt veður en aðfaranótt sunnudags rigndi nokkuð mikið.

Um síðustu helgi var farið á Danska daga í Hólminum. Púff ....er ég ein í tjaldi í dag.  Þvílík ringulreið á "tjaldstæðinu". Ekkert nema fellihýsi, tjaldvagnar og hjólhýsi sem eru stærri en íbúðin mín. Algjör ringulreið og kaos. Við stoppuðum bílinn á milli tveggja hjólhýsa til að skoða stöðuna hvar við kæmumst hugsanlega fyrir með 35 fm tjaldið (smá ýkt stærð). Við fengum ljótar augngotur frá fólki í kring og loksins kom kona og rak okkur í burtu, það var búið að taka frá þennan blett fyrir einhvern annan. Vov ..... Ég fer ekki aftur á svona fjöldasamkomu aftur. Það endaði með því að við tjölduðum á fyrsta slétta blettinum sem við sáum. Upp við girðinguna á íþróttavellinum og nokkra metra frá sundlauginni. Þetta var nú reyndar ágætis helgi en aðeins of mikið af fólki samankomið á einum blett að mínu mati. En tjaldið fær toppeinkunn hjá mér.

Hér sjáið þið gripinn. 

colorado 600dlx laurel

 Og grunnmyndina af tjaldinu.

Grunnplan

 

 

 

 

 

 

Jæja Góða nótt og gangi ykkur vel í  berjatínslunni þetta árið. Ég fer í Hestfjörðinn.

Bláberjakveðja frá Pretty Pig. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband