Það er bara hreinlega allt vitlaust að gera.

Já því miður elskurnar mínar. Ég hef ekki tíma til að blogga eins oft og mig langar. Það er ekki að það sé ekkert að skrifa um nei ó nei. Hér er hreinlega allt að gerast.

 Á laugardaginn fór ég á markaðsdag í Bolungarvík. Beið ekkert smá lengi til að bera Ný Danska augum og þá kyntáknið Björn Jörund. OMG ég fékk hroll niður í tær. Djö... eru þeir orðnir gamlir og sjúskaðir. Ég heyrði frá fólki sem sat við hliðina á þeim spírum Daníel Ágúst og Birni Jörundi. Þeir voru að tala um hversu mikil kyntákn þeir væru. jakk og gubb gubb. Og toppurinn á þessu öllu var frétt á www.visir.is eða www.mbl.is þar sem fréttin var að Björn Jörundur hefði gleymt gítarnum sínum einhversstaðar frá Reykjavík til Bolungavíkur. Það er ekki skrítið. Frá því að þessir félagar stigu út úr flugvélinni hér á Ísafirði á laugardagsmorguninn og þar til þeir stigu um borð í flugvélina á leið til Reykjavíkur á sunnudagsmorguninn þá voru þeir nokkuð vel rakir. Ég gæti haldið áfram með sögur en ég læt staðar numið hér. En tónleikarnir hjá þeim á markaðsdeginum voru fínir. Ekkert hægt að kvarta undan þeim.

Sunnudagurinn....ég man ekkert hvað ég gerði á sunnudeginum nema að við vorum úti eitthvað af deginum...já alveg rétt ég fór í útileikhús hjá leikhópnum Lottu. Sá stykkið Galdrakarlinn í Oz. Um kvöldið fór ég síðan á Kynlíf í Stórborginni.  Nokkuð fyrirsjáanleg mynd.

Á mánudagskvöldið fór ég á vikulegt prjónakvöld og eftir það var Yoga á Austurvellinum. Algjört æði að stunda Yoga undir berum himni.

Tannlaus

Hildur missti tönn númer tvö í leikskólanum á mánudag og tönn númer þrjú í dag. sjá mynd. 

 

 

 

 

 

 

Komin með eyrnalokka

 Já og svo er Hildur komin með eyrnalokka. Kannski ég segi frá þeirri ferð seinna. 

 

 

 

 

 

 

nýtt hár í dagNýja klippingin. Gott að eiga góða stóra systur. Hún kann sko að klippa.

 

 

 

 

 Pretty þreytta pig is going to sleep.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband