Edinborg here I gome again....and again and again.....

Jabb ég er að fara aftur til Edinborgar. 

Ég komst að því að kjóllinn eini sem ég keypti þar í Zöru er til hér heima. Það sem verra er að allar kerlingar hér á Ísafirði eru í þessum blessaða kjól. Nú á bara að fara út aftur og versla eitthvað annað og ekki í Zöru.

Nei í alvöru. Þá er miði á lausu sem er í sárri leit eftir eiganda. Þar sem ég er þekkt fyrir að taka að mér svona vesalinga þá sá ég aumur á honum og ákvað að ættleiða hann.

Healthy Pretty Pig er komin í ham. Hjólið var sent með flugi í dag. Búin að eiga það í fögur ár og einu sinni sest á það. Ég var að vísu ólétt þegar ég keypti það en það hefur verið í geymslunni síðan þá. Það er eins og nýtt. Ekkert ryðgað eða stíft.

En hér eru myndir úr síðustu Edinborgarferð.

Mamma og Þórildur í Garðinum????

 Þarna eru Mamma og Þórhildur í garðinum við lestarstöðina. Myndin var eiginlega tekin af því að tréð var bleikt. Hildur Högna er svo hrifin af bleikum lit

 

 

 

  

Ég og Mamma og Bobby the dog.Hér erum við með hundinum Bobby. Frægasti hundur Edinborgar. Hann þótti óvenju húsbóndahollur. Ég heyrði nákvæmlega eins sögu af hundi í Japan nú um daginn. Það hefur verið gerð Disney mynd af Bobby og nú á að fara að gera mynd af Japanska hundinum. Það er einhver Hollýwood leikari sem á að leika húsbóndann. 

Annars í þessari ferð ætla ég að fara í draugaskoðunarferð. Það er mikið af slíku í Edinborg.

 Jæja ykkar yndislega Pretty Pig er orðin þreytt og er að fara að sofa. Góða nótt eða Good Night eins og þeir segja í Edinborg.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna í garðinum sem við stöndum var einmitt pollur þar sem skólpið endaði í (áður en skólplagnir komu til sögunnar). Þess vegna þykir garðurinn svona grænn og fagur. Dæmdum konum var líka drekkt þarna í skólpvatninu.

Þórhildur (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband