Já ég er hér......

Halló allir mínir vinir, já og allir hinir líka.

Þið verðið að fyrirgefa mér lyklaborðsleti mína. Frá því síðast þá hefur mikið gengið á hér á heimilinu. Hildur Högna er á leið í 1. bekk í haust. Útskriftarathöfn, útskriftarferð er meðal þess sem hún hefur verið að gera í leikskólanum síðustu daga. Nú í sumar ætlar hún á sundnámskeið og ekkert smá spennt. Fleira spennandi hjá henni er hjólaferð, umferðarfræðsla og fyrsti skóladagurinn er bara brot af því sem hún mun gera fyrir sumarfrí í júlí.

Litla Lína varð fullorðin í leikskólanum á mánudaginn. Hún er sko komin á stórudeildina. Það er hoppað og skoppað á hverjum morgni núna þessa tvo daga sem komnir eru.

Stefanía Kristín komin heim frá Reykjavík eftir 2ja vikna ferðalag, eða heimsóknir.

Annars fórum við til Reykjavíkur um daginn og verslings mamma situr alltaf uppi með okkur.

Annars er búið svona nokkurn vegin að skipuleggja sumarfríið.

15. júní  er fermingarveisla á Reykhólum.

16. júní til hamingju með afmælið Dagrún.

21. júní brúðkaup í Grenjaðarstaðarkirkju, stórt ferðalag.

18. júlí Gromsaraættarmót að  Laugum i Sælingsdal.

Þaðan verður síðan haldið til Reykjavíkur og komið til baka á Ísafjörð eftir Verslunarmannahelgi. Sem segir mér að ég missi af mýrarboltanum.

En af því að þið elskulegir lesendur síðu minnar eru svo duglegir að kíkja inn þá ætla ég að setja inn nokkrar myndir af lífi okkar í Fjarðarstrætinu frá því að ég bloggaði síðast.

P.s. það er einhversstaðar myndband á heimasíðunni minni. Ég var að setja það inn ég veit ekki hvar þið finnið það. En þið eruð svo klár, þið finnið það. Ballettsíningin æðislega. Ha ha komið.

Pretty Pig is signing out. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahah....þetta myndband var alveg frábært. Svo skoðaði ég myndirnar og ætlaði einmitt að nefna að einhvern veginn eru þessar pæjur alltaf skítugar.

P.s. Er sú gamla komin á heilsuhæli?

Þórhildur (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband