Uppgjör páska.

Jæja þá eru Páskarnir að baki.  Mikið um að vera hér á Ísafirði. Fékk tvo gesti til að fara á Aldrei fór ég suður. Það munaði ekki miklu að það yrði staðreynd fyrir þessa tvo gesti. Annar komst ekki í flug, þar sem það lagðist af eftir hádegi á öðrum degi páska. Hinn lagðist í veikindi og treysti sér ekki að keyra í sex tíma með upp og niður.

Hátíðin Aldrei fór ég suður fór vel fram, náði ég að sjá flesta flytjendur á föstudeginum en laugardagurinn var hinsvegar verri. Magapína og tilheyrandi. jakk.Crying Sá Pollapönk með börnunum, snilld. Aðeins of rokkað að þeirra mati en dilluðu sér samt með taktinum.

Enn eru fjögur páskaegg eftir uppi á skáp. Spenningurinn er mestur í því að opna eggið, sjá leiðinda kúlur og karamellur og eftir 10 mín. er farið að hugsa um annað. Kannski spilar líka inn í þetta áhugaleysi að gubbupest og magakveisa skaut sér niður um þessa páskahelgi. Heppin ég, búin að gúffa í mig nokkrum kalóríum eftir það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mín bara farin að blogga. Jæja, flott er. Þá getur maður fylgst betur með ævintýrunum á Ísafirði ;)

Kv. Litli grís

Litli grís (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband