Annus Horriblus

Var það ekki einhver kella sem sagði þetta um árið sem sonur hennar losaði sig við konuna sína.

Þessi kella ætti að vera í mínum sporum núna. Ekki nema tæplega fjórir mánuðir liðnir af árinu og eftirfarandi hef ég verið svo heppin að upplifa.

1. Daginn sem ég kom heim úr Reykjavík(2. jan 2007) eftir annars ágæt jól, fann ég skrítna lykt koma úr kjallaranum. Ég leitaði í 5 daga eftir dauðu músinni. Á sjötta degi fann ég hana, rétt rúmlega 1,5 m3 að stærð. Þetta var frystikistan sem dó og búin að vera steindauð í 14 daga, sem og allt sem í henni var Sick. Fékk matinn bættan frá tryggingunum en ekki kistuna, hún var eldri en 5 ára. Þannig að fyrstu tvö ár heimilistækis er það í ábyrgð frá seljanda, eitt ár í við bót frá VÍSA ef tækið er keypt í ELKÓ og næstu tvö ár taka tryggingarnar við. Eftir það er heimilistækið á þína ábyrgð.

2. Þurrkarinn dó í janúar. Jæja mér var nokkuð sama, fékk álestrarreikning frá Orkubúinu á sama tíma og aukanotkun á rafmagni fyrir hálft ár var 14.000 kr. Setti upp snúrur veggja á milli í þvottahúsinu og nánast allt hengt þar upp. Annað á þvottagrindina.

3. Harðidiskurinn á 6 mánaða gamalli tölvu ónýtur. Sem betur fer var hún í ábyrgð. LoL

4. Viku fyrir páska var kominn botn í lithíum batterí í annari tölvu á heimilinu. Núna blikkar batterísljósið endalaust rauðu ljósi. Batterí víst ekki í ábyrgð nema fyrsta árið. Tölvan er að verða tveggja ára. Nýtt batterí mun verða dýrt þar sem það er ekki til og þarf að sérpanta það að utan segja þeir. Þá verð ég bara með 2ja tíma endingartíma á batteríinu í staðinn fyrir 3 og hálfann. AMK í bili.

5. Þvottavélin. Mótorinn gaf sig í byrjun apríl sem og stýrikerfið. Vélin var keypt 14 apríl 2005 og hefði því orðið tveggja ára á morgun hefði hún haldi það út. Nú fékk Elkó að borga brúsann. Það sem verra var, var að sama dag og þvottavélin gaf sig(á sunnudegi fyrir páska) þá fékk yngsta prinsipissan gubbupest. Ældi allt heimilið út og ekkert hægt að þvo. Á þriðjudegi kom viðgerðarmaður (skrambi klár kona hún Júlía) og tók vélina. Á miðvikudagsmorgninum dæmdi hún vélina til himna. Á miðvikudeginum hringdi ég látlaust í ELKÓ og loks kl 15:30 náði ég í hann Jóhann í heimilistækjadeildinni. Sagði honum hver staðan var og elskan ákvað að ég fengi nýja vél. Nú voru góð ráð dýr. Pósturinn kæmi henni ekki til mín fyrir páska. Vélinni var því troðið í skottið á Volkswagen Fox ásamt verkfæratöskum og öðru dóti og vélin hreinlega keyrð til mín af fjölskylduvin. Sem betur fer. Því fleiri heimilismeðlimir enduðu með gubbupestina um páskana.

6. Kjallaraherbergið. Ég tala nú ekki um það ógrátandi. Rafmagnið kemur inn í húsið um vegginn þar inni. Til hefur staðið að Orkubúið myndi skipta út gamla rafstrengnum. OK ég ætlaði að nýta mér það að þegar þeir myndu grafa skurð meðfram húsina og setja takkadúk á vegginn þar sem jarðvegurinn liggur að. OK skurður var grafinn og kemur ekki í ljós að hornið á húsinu er brotið. Og þess vegna er raki í veggjunum þar inni. Nú er skurðurinn opinn og byrjar ekki að rigna eins og helt er úr fötu og hvað haldið þið. Fer ekki regnvatn að leka meðfram rafstrengnum og inn í húsið og 2ja cm djúpt vatn á gólfinu. Parketið ónýtt. Þetta var bara að gerast áðan og vonandi lekur ekki meira inn þangað til eftir helgi, þá verður farið í að klára viðgerðir utan á húsinu.

Ella drolla ætti bara að reyna þetta. Hef staðið í skilnaði og mæ ó mæ ég held að hann sé hátið miðað við síðustu fjóra mánuði. 

 

Jæja börnin eru heilbrigð og alltaf að rífast. Ekki kvarta ég.

Er á leið til Reykjavíkur á miðvikudag og ætla ég að kaupa mér föt????

Svarið er


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Er ekki hægt að fá tryggingar fyrir svona seinheppni?

Ólafur Þórðarson, 14.4.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband