Staðreynd.

Það er staðreynd að ég get ekki gert allt sem mig langar til að gera og þarf að gera á heimilinu.  Á mínum yngri árum gat ég gert allt sem mig langaði til að gera, mála heima, gera upp húsgögn, snillingur á borvél, sauma, prjóna, gera ljúffengar kökur fyrir barnaafmæli án notkunar á bakarofni..lengi gæti ég haldið áfram en.......

Ég þarf að setja upp gifsplötur í barnaherbergið. Of þungar, get ekki gert þetta ein.

Þarf að lagfæra húsið að utan. Hef ekki kunnáttuna til þess.

Þarf að taka til í bílskúrnum og í geymslunni. Get það ekki. Með ofurhjálplegar prinsessur á 3ja og fimmta aldursári.  Það verður meira verk að ganga frá eftir þær.

 

Það er staðreynd að héðan í frá þarf ég að fara að leita til kunnáttumanna vegna ýmissa framkvæmda á heimilinu. Ég er enn snillingur með borinn og hamarinn. En það er ekkert smá erfitt að kyngja þessari staðreynd. Tók mig um fjóra mánuði að átta mig á þessu öllu. Samt mikill léttir að gera sér grein fyrir þessu. Sjálfsálitið hefur hækkað við þessa uppgötvun, enda þarf maður að geta allt??????

Ég vil samt halda í þá staðreynd að ég geti nánast allt sjálf, það sem ég þarf að gera á heimilinu. Munurinn á verkefnunum sem ég býð mér í dag og þau sem ég gerði í gamla daga eru þau að verkefni dagsins í dag eru stærri og viðameiri en áður fyrr. Það má líkja þessu við fyrirtæki. Í byrjun tekur það að sér smáverk og því meiri sem þekkingin og kunnáttan verður, því stærri verða verkin.

Ég gæti líka verið komin á þann aldur að hafa gaman að því að fylgjast með sveittum, vöðvastæltum, sexý iðnaðarmönnum vinna við heimilið hjá mér. Jabb ég held það bara. Ef þeir væru bara til í alvörunni  ekki bara í Mills og Boon ástarsögum.

 

Það er enn ein staðreyndi að ég er snillingur og líður skrambi vel vegna þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja kannast maður við þetta! Áður fyrr var bakað, smíðað, föndrað, sultað og súrsað alveg út í eitt, svo ég tali nú ekki um rólega laugardaga á kaffihúsi í Kringlunni!! Nú er maður með gargandi krakka hangandi í skálmunum  hjá manni alla daga ÚFF! Og ég man þá daga sem þú bjóst til bíllykla úr tíköllum :)

ÁFRAM ANNA GUÐRÚN

EIN

Arnheiður (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 18:59

2 identicon

Hæ hæ kæra vinkona :)

Bara farin að blogga !! Loksins getur maður farið að fylgjast með þér.

Flott hjá þér.

Sammála þér með sveitta iðnaðarmennina, hehhee ;).

Hlakka til að sjá þig eftir nokkra daga.

Kveðja María

María Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband