Top Gear, gargandi snilld.

Ég veit ekki hverjir horfa á þáttinn Top Gear á Skjá einum. 

Ég meig í mig af hlátri yfir þættinum í síðustu viku.

Skytturnar þrjár sem stjórna þættinum, James, Hammond og Jeremy fengu það verkefni að búa til blæju á Renault Espace fjölskyldubíl.

James gerði verkfræðiteikningar af blæjunni og hafist var handa við að klippa toppinn af bílnum og sauma og smíða blæjuna.

Útkoman verri en skylduverkefnin í handavinnu í barnaskóla.  Þá var að setja blæjuna í test.

Fyrst var að keyra bílinn upp í 170 km hraða og athuga hvort blæjan héldi. Hún hélt því Hammond, sem sat í aftursætinu, hélt henni uppi og hliðargluggarnir blöktu eins og vængir. 

Annað test var að keyra bílinn í gegnum dýragarð með ljónum, öpum og fleiri skemmtilegum skepnum.  Ljónin höfðu ekki fengið að éta í 3 daga. Það hafðist.

Þriðja þrautin var að fara með bílinn í gegnum þvottastöð og með skytturnar innanborðs. Þessi þraut varð bæði bílnum og þvottastöðinni að aldurtila. Sem betur fer þá forðuðu skytturnar sér út úr bílnum áður en þetta var þeim einnig að aldurtila.

 

Ég mæli með þessum þáttum. James, Hammond og Jeremy eru virkilega skemmtilegir og gaman að horfa á þá, enda elska þeir það sem þeir eru að gera. Að keyra hraðskreiða bíla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband