Takk þið eruð öll yndisleg.

Jæja ekki hefur mikið verið bloggað að undanförnu.

Yngsta prinsessan lagðist í veikindi á seinnipart föstudags og í hádeginu á  sunnudaginn rauk ég upp á spítala með hana. Mér fannst hún frekar andstutt og hjartslátturinn ansi hraður.

Ég hafði rétt fyrir mér, elsku knúsin var komin með lungnabólgu. Þar sem þessi litlu grey eru fljót að þorna upp, ef þau eru ekki nógu dugleg að drekka, þá var ákveðið að setja upp legg í æð. Þessar búsnu litlu hendur voru nú ekkert að bjóða upp á þannig meðferð. Því var tekið á það ráð að setja legg á fótinn, nóg af sýnilegum æðum þar. Hiti og andardráttur var kominn á eðlilegt ról, rúmum sólarhring seinna.

 Ég ætla hér með að hrósa og þakka starfsfólkinu á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar fyrir það eitt að vera yndisleg, góð, dugleg og tilbúin til að gera allt fyrir mann.

Eitt er víst að ekki fór ég heim léttari en þegar ég lagðist inn á spítalann með dóttur minni.

TAKK, TAKK og aftur TAKK. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband