Jólastúss og meira skemmtilegt.

Vá ég hef ekki farið inn á bloggið í 3 vikur.

Ástæðan er sú sama og hjá öllum öðrum. Það er hreinlega brjálað að gera.

Ég held ég hafi ekki föndrað eins mikið í mörg ár. A4 verslunin opnaði hér á Ísafirði

í byrjun mánaðarins. Ég held ég verði bara að taka myndir af herlegheitunum og birta á vefnum.

Annars leggjast jólin vel í mig. Verst er með jólagjafirnar. Á þessum árstíma hef ég nokkra hugmynd um það hvað ég ætla að gefa ættingjum í jólagjafir. Nei ekki núna. Gersamlega tóm. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir þá eru þær vel þegnar. 

Annars er ég búin að fá jólagjöfina og afmælisgjöfina frá Eggert og svo öfugt. Sniðugt við keyptum okkur nýtt sjónvarp. One down eleven to go. Púff.

Næsta vika verður í Reykjavík og þá þurfa jólagjafa hugmyndirnar að verða orðnar vitrænar.  

Annars bið ég bara að heilsa hinum svínunum.

Með kveðju Pretty Pig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geturðu ekki föndrað handa mér dagatal með myndum af ykkur. Eitthvað svoleiðis sem ég get hengt á nöturlegan vegginn á kuldalega heimili mínu hér á hjara veraldar. Voða dramatísk.

Þórhildur grís (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:40

2 identicon

Mig langar líka í CD með íslenskri hljómsveit sem heitir FM Belfast. Eða með Peter, Bjorn and John (Writers Block) Eða með Joanna Newsom (helst diskinn Ys). Eða kannski DVD (Edward Scissorhands, Sleepy Hollow). Þetta eru allavega hugmyndir (til viðbótar við sokka).

Þórhildur grís (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband