Jólin farin að styttast í annan endan....

Jæja gott fólk. Ekki hefur verið mikið bloggað upp á síðkastið enda erilsamasti mánuður ársins á enda.

Það er hreinlega vitlaust að gera hjá mér í desember. Ég á svo mikið af jólaskrauti að ég tel mig þurfa að byrja í september til að geta komið því öllu upp.

Annars er það þannig að þegar gamlársdagur er liðinn þá fer í í hreinlætisstuð. Jólaskrautið er tekið niður í vikunni fram að þrettándanum og að lokum er það jólatréð sem fer síðast. 

Og jólatréð var ekkert smá flott þetta árið ég er virkilega stolt af því og hversu vel mér tókst til með að skreyta það. Venjulega á jóladag langar mig að henda þessu jólatrésrusli út.

Jólatré ársins. Sjáið bara hvað það er flott.

 

Annars gengu jólin bara vel fyrir sig. Þau voru haldin hér á Ísafirði í fyrsta skiptið síðan ég fæddist.

Það var svo sem allt í lagi en það var verra með áramótin. Ég hefði viljað vera í Reykjavík. Kannski ég hafi það þannig næstu jól. Á Ísafirði um jól og í Reykjavík um áramót.  

Fyrir ykkur aðdáendur þá eru komnar jólamyndir inn í möppuna Nýjar myndir.

 

Jóla og áramótakveðjur frá Prettier pig. (er orðin einu ári eldri) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jólin voru virkilega fín. Takk fyrir góðar móttökur. Alltaf gaman að fá myndir.

Þórhildur (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband