Prjónakaffi og stuð, Aldrei fór ég suður og fleira gott....

Jæja, ég fór í prjónakaffið í kvöld. Tók kjólinn sem ég byrjaði á fyrir um hálfu ári síðan en sá að litirnir í honum voru ekki nógu góðir. Rauður og grænn, minntu of mikið á jólin svo ákveðið var að rekja hann upp og hafa hann gráan. Það var eins gott því þegar ég tók hann af prjónunum þá hefði hestur getað fittað í hann. Svona gott álit hefur maður á sjálfum sér. En við kellurnar (á öllum aldri 20 - 60) hlógum og reyttum af okkur brandarana. Mikið fjör og mikið gaman.

 Nú fer að líða að páskum og Aldrei fór ég suður að bresta á.  Bob Justman, Hjaltalín, Retro Stefson, Sprengjuhöllin, XXX Rottweilerhundar, Sign, SSSól, Mysterious Marta, Morðingjarnir og Múgsefjun eru þær hljómsveitir eða listamenn sem hafa verið ráðnir á hátíðina. Þetta lofar bara góðu. Og askoti er stutt í páskana. Það er farin af magnast spennan. Ég vona að ég verði ekki veik eins og síðast. Þá náði ég ekki að horfa á allt það sem mig langaði að sjá.

Og fleira gott. Súkkulaði er gott og rauðvín, fiskur og bjór, kristall og ......allt hitt. Ég væri ekki svona vaxin ef ég stæðist allar freistingarnar.

 

Elsku knús með lús í Edinborg.

You're simply the best.....better than all the rest....

 

Svínslegar kveðjur héðan frá Pretty pig 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 æ hvað ég vildi að ég væri heima núna. Ég myndi pottþétt koma aftur á Aldrei fór ég suður. Ég myndi mest vilja sjá Sprengjuhöllina og Múgsefjun. Ég var að reyna að finna Múgsefjun á youtube en gekk ekki. Hef bara heyrt eitt lag en leist svaka vel á. Sign myndi ég líka vilja sjá þó þeir séu þungir (sætur söngvari ;) Svo auðvitað SSSól upp á nostalgíu. Það er nú allt í lagi að hafa smá popp með.

Knús og kossar

Lús (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband