25.8.2008 | 21:36
Já og nú er ég orðin pípari....he...he.....
Jahá gærdagurinn gekk nú stóráfallalaust fyrir sig. Ég bauð börnunum og vinum þeirra upp á ís, ef þær tækju til í herbergi litlu gríslinganna. Klukkan 20.00 um kvöldið var verið að fara að leggja í hann þegar það uppgötvast að yngsti meðlimur heimilisins var búin að stífla klósettið. Hátt í klukkutími með höndina á kafi í klósettinu hrærandi í ullabjakkinu og að lokum þá losnaði stíflan með rafvirkja gorm. Næst verður kallað á pípara. Það var sko farið í sturtu áður en farið var að kaupa ísinn.
Fyrsti skóladagurinn í dag. Mætt í 10 mínútur hjá kennaranum. Mikil spenna í loftinu. Á morgun hefst kennslan á slaginu kl 08.00. Hádegismatur og kaffitímar í röðum. Dægradvölin á milli 13.00 og 16.00. Fórum í heimsókn og lýst nokkuð vel á.
En í póstinum kom fyrsta neikvæða ábending haustsins. Lyfjafyrirtæki auglýsti lúsarmeðal. Hrollur..... Ég vona að ég sé búin með þann pakka. Lenti sjálf í þessu þegar ég var 12 ára.
its skrats its skrats kveðjur frá Pretty "cleen hair" Pig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.