Ég er mjög fjölhæf....

Ég er pínulítið skemmtileg.

Ég er pínulítið  leiðinleg (stundum, ekki ætlunin).

Ég er pínulítið skrítin.

Ég er pínulítið sniðug.

Ég er pínulítið frek.

Ég er pínulítið góð.

Ég er pínulítið örlát.

Ég er pínulítið nísk.

Ég er pínulítið klikk.

Ég er pínulítið skynsöm.

Ég er pínulítið heppin.

Ég er pínulítið óheppin.

Ég er pínulítið löt.

Ég er pínulítið dugleg.

Ég er pínulítið chubby.

Ég er pínulítið sexý,

Ég er pínulítið þú.

 

En umfram allt þá er ég einfaldlega ÉG. 

Ef ég hefði ekki alla þessa hæfileika þá væri ég örugglega einhver önnur. 


Jibbý .....

Það eru þrír dagar í fríi núna. Og hvað á að gera þessa hvítasunnuhelgi.

Einfalt. Sofa út. Sofa út. Sofa út. Nákvæmlega þrír dagar.

Fyrir ári síðan var mér boðið í fermingarveislu um þessa helgi. Mig minnir að hvítasunnuhelgin hafi verið fyrstu helgina í júní. Þá var ekki eins mikill snjór og er nú og TAKIÐ NÚ EFTIR. ÞORSKAFJARÐARHEIÐIN OPNAÐI ÞÁ, VIKUNA FYRR. Núna, nei ekki aldeilis. Ég á eftir að sjá það að þessi heiði opni fyrir júní lok.

 Ég gerði mér vonir um að þegar hitinn fór upp í 20 °c um síðustu mánaðarmót, að sumarið væri komið. En eftir svona tíð þá hef ég ekki miklar áhyggjur yfir því að ferðaskrifstofur fari á hausinn.

Allir til útlanda og í góða veðrið.

 adíos, auf víder sehen.

 

 

 


Kvef "#$"%##%&/$&/#%

Fékk fimmta kvefið mitt, nú þennan veturinn, nú á sunnudaginn. Ég veit ekki með ykkur þarna úti, en boy oh boy, skapstirð, geðvonska er eitthvað sem fylgir kvefi hjá mér.  Efri hluti höfuðsins er að springa, verkir fram í tennurnar, húðin í kringum nefið verður þurr og rauð og að lokum skrælna ég upp í húðinni. Æi ég gleymdi stíflaða nefinu, kláðanum í augunum og hellunni fyrir eyrunum. Verður enginn annar þarna úti geðvondur þegar kvefið kemur. Ég hef að vísu verið meira og minna með stíflað nef síðustu 5 ár. Skrítið að hormónabreytingar vegna þungunar geta valdið því að konur geta verið með stíflað nef alla með meðgönguna. Ég held að það sé til að þær séu ekki að kyssa karlana sína að óþörfu. Gasp.. bíddu aðeins ég þarf að ná andanum. Ok. nú máttu halda áfram að kyssa mig, en ég get bara haldið niðri í mér andanum í 20 sek. 

Taktu tímann.

NEI og aftur NEI, þá held ég að það sé betra að kúra uppi í rúmi yfir væminni stelpumynd

Síðast  þegar ég fékk kvef ( í febrúar), þá fór ég til læknis þegar kvefið og ullabjakkið var ekki farið að minnka eftir 3 vikur. Greining læknisins var óþolinmæði.

Andskotinn, ég hefði átt að fara í læknisfræðina.  En ég er búin að heimta háls og nefkirtlatöku í sumar. Ég ætla rétt að vona að það geri eitthvað gagn.  

Það besta við kvefið er að vinnufélagarnir fá að finna fyrir því. Grin  Ekki að mér sé eitthvað illa við þá. Bara kvikindisskapur.

 

Atshjú......heyrumðt í næðta stríði.  Pínu nefmælt.


Skynsöm og athugul lítil kona.

Ég á eina fjögurra ára, rauðhærða, skemmtilega stelpu.

Í gærkveldi rétt áður en við fórum að sofa, setti ég mynd í tækið og byrjaði að horfa. Eftir um 15 mínútur sofnar rauðhærða skottið fyrir framan sjónvarpið (það er inni í herbergi hjá mér).  Ég horfði á myndina síðan í um 30 mínútur í viðbót, slekk á tækinu og fer að sofa.

Í morgun vakna ég kl 7.00 á undan börnunum og held áfram að horfa á myndina frá kvöldinu áður. Þegar ég er búin að horfa í 15 mín. vaknar þessi rauðhærða, nuddar stírurnar úr augunum Pinch og segir: "Vá hvað þetta er löng mynd, það er kominn dagur." Elskan taldi mig enn vera að  horfa á myndina fá kvöldinu áður.


Er sumarið komið??

Það var að minnsta kosti gott veður í gær og í dag.

 Vonandi á morgun og næsta dag og næsta dag og ..............einhver laug því að mér að hitinn ætti að fara niður í 1 - 3 °c næstu daga. Ef það verður logn þá skiptir það ekki máli. Á meðan það er logn þá má segja að það sé gott veður. Ég er beinlínis ekki sólbaðstýpan.  Ég reyndi að ná húðlit á mínum yngri árum en varð eiginlega köflótt og doppótt. Hætt að reyna við sólina. Alltaf með sólgleraugu. Augnlæknir sagði mér einu sinni að ef húðin er viðkvæm fyrir sólinni þá eru augun það líka. Samhengi þar á milli. Smá fræðsla frá mér.

 Ég lofaði bloggi um Eurovision, ég er eiginlega kjaftstopp. Þegar ég kemst í gírinn þá verður ekki aftur snúið. Ég náði þó að tippa á fjögur lönd af þeim tíu sem komust upp úr forkeppninni og giskaði á rétt sæti hjá þremur löndum. Jæja, ég bíð bara spennt eftir næstu keppni.

 

 


Erfiður, en skemmtilegur dagur.

Vá ég held að einn erfiðasti dagur sem ég hef upplifað undanfarið hafi verið gærdagurinn. 

Hann hófst klukkan 07.00. Gengið vaknaði og heimtaði mat og teiknimyndir í sjónvarpinu. Fyrir hádegið tók ég örlítið til og pakkinn fór í sturtu.

Kl. 12.30. Farið í Apótekið og þaðan í snyrtivöruverslun (keypti ógeðslega flottan   W00t   maskara og gloss.)

Kl. 13.00. Farið í Bónus og verslað fyrir helgina.

Kl. 13.30. Kosið í íþróttahúsinu Torfnesi.

Kl. 13.45. Kosningakaffi hjá Sjálfstæðismönnum   Blush   á Ísafirði.

Kl. 14.45. Farið heim með vörurnar sem voru keyptar þennan daginn. Hildur vildi ekki fara heim þannig að við ákváðum að fara á rúntinn. Rákum augun í auglýsingu um kosningakaffi hjá Samfylkingunni.

Kl. 15.00. Kosningakaffi hjá Samfylkingunni   Tounge.   Spjallaði lengi við Hörpu. Síðan birtist Birgitta, þá Ingibjörg og Barbara. Að lokum kl 16.30 kom loksins Pernilla. Fjörið rétt að byrja.

Kl. 17.15. Var ákveðið að kíkja í kosningakaffi hjá Sjálfstæðismönnum  Blush  , aftur. Fjörið var búið þegar við komum þangað.

Kl. 17.30. Kosningakaffi hjá Frjálslyndum  Woundering  í Faktorshúsinu.

Kl. 17.45. Kosningakaffi hjá Framsóknarflokknum   Happy.  Besta kaffið þar og ég pakksödd. Man þetta næst.

Kl. 18.00 - 23.30.  Sturta, Eurovision og auðvitað kosið þar, bjór, börnin svæfð, reynt að búa til stemningu..........

Kl. 23.30. Farið á kosningavökur stjórnmálaflokkanna. Dapurt í byrjun hjá Sjálfstæðismönnum, Samfylkingarmenn höfðu áhuga á að tala við mig og buðu mig velkomna. Því stoppaði ég þar til kl 01.30. Þá fór hópurinn til Sjálfstæðismannanna og þar voru flestir bæjarbúar saman komnir. Sama í hvaða flokki þeir voru. Fínt fjör til kl 03.00. Nema ég SVO ÞREYTTUR.  Sofnaði   Sleeping  áður en ég lagði höfuðið á koddann.

 

Niðurstaðan eftir þennan stóra kosningadag: Ég greinilega hef ekki sama smekk á lögum  Whistling   og mamma og aðrir í Evrópu. Fannst Serbneska lagið glatað. Gerði ekki einu sinni ráð fyrir að það kæmist upp úr undanriðlinum. Jæja ég man það næst þegar ég tek þátt í að veðja á sigurvegara í Eurovision. 

Alþingiskosningarnar fóru heldur ekki eins og ég vonaði. Nokkuð ljóst að mínar skoðanir samræmast ekki annarra. So be it.

Kissing   Kossar og knús. Og nokkrum kílóum þyngri en í fyrradag.


Enn óákveðin kjósandi þrátt fyrir að hafa fengið súpu hjá XD, ópal og blöðrur hjá XB og vöfflur, kaffi, sleikjó, merkipenna og barmmerki hjá XS.

Jæja gekk með gríslingana tvo á milli kosningaskrifstofa í dag.

Svona til að kanna stöðuna á kaffimálum og hvað gert væri fyrir börnin. Þau fengu blöðrur, penna, ópal, barmmerki, merkipenna og vöfflur.

Já, atkvæði mínu verður ráðstafað á laugardaginn og eins og svo oft áður, þá verður það inni í kjörklefanum sem ákvörðunin verður tekin. Þangað til ætla ég að láta alla þessa aðila reyna að vekja áhuga minn á málstað þeirra.

Ég held að fyrir aðfluttan einstakling sem kemur inn í lítið bæjarfélag, þá eru kosningar besta leiðin til að kynnast fólki. Allir opnir og tilbúnir að tala við þig. Um leið og kosningabaráttunni er lokið þá skríða allir ofan í holuna sína og gefa ekki færi á sér fyrr en í næstu baráttu. Því segi ég við þá sem eru í leit að félagsskap notið tækifærið og kynnist fólkinu sem er opið núna og gefur þér tækifæri á að ræða málin.

Í lokin, þetta er síðasta bloggið mitt um stjórnmál og því tengt. Næst Júróvisíon Whistling


Hvað á ég að kjósa??????? Mjög svo óákveðinn kjósandi.

Ég á í miklum vandræðum þessa dagana.

Ég finn hreinlega ekki út úr því hvaða flokk ég á að kjósa á laugardaginn.

Mig langar að kjósa Vinstri Græna en það er eitthvað sem fellur ekki í kramið hjá mér.

Íslandshreyfingin hefur ekki heillað mig ennþá.

Samfylkingin hefur ekki náð að selja mér hugmyndir sínar.

Framsókn. No comment.

Frjálslyndir. Ekki eftir Margrétar málið. Hnífar og bakstungur er eitthvað sem ég hræðist.

Sjálfstæðisflokkurinn. Veit hvað ég hef og hvað ég fæ ekki. Mig þyrstir í breytingar. 

Hjálp ég veit hvaða málefni er efst á lista hjá mér. SAMGÖNGUMÁL. 

Spurningin um að fara í kosningakaffi hjá flokkunum og sjá hverjir bjóða best.

Vá þetta er höfuðverkur vikunnar. PASS.

Atkvæðið verður nýtt það er það eina sem ég veit. 


Fiskurinn

fiskurinnHér er svo getraunin sem Einstein á að hafa sett fram.

Nú er bara að reyna fyrir sér.

 

GANGI YKKUR VEL. 


Lítil kraftaverk.

Ég á yndisleg börn.

Minnsta skottið lá í fanginu á mér í gærkvöldi að horfa á Simpson. Ég sagði henni að nú ætti hún að taka lyfið sitt. Svarið kom strax. "Nei ég get það ekki, ég er sofandi." 

Mörg eru gullkornin sem koma frá þessum litlu greyjum.

Umtalað skott hefur gengið um að undanförnu og auglýst samfylkinguna. Hún fór í Húsdýragarðinn um daginn á kostnað umrædds flokks og fékk í staðinn buff, blöðrur og mintur. Buffið hefur hún verið með á hausnum síðan. Sem betur fer veit hún ekkert um pólitík og þá þvælu sem er þar í gangi.

Miðjuskottið sagði mér um daginn að hana langaði til að hætta í leikskólanum. Ég spurði á móti hvort henni þætti leiðinlegt í leikskólanum. Svarið var: " Nei mig langar bara í venjulegan skóla." Hún er hrikalega kappsfull. Það verður erfitt að spila við hana þegar hún verður eldri. Að vera tapsár er víst í ættinni. Frænka hennar er haldinn þeim eiginleika. Bráðabani í Trivial tók 2 tíma um síðustu páska. Bests að fara að undirbúa sig.

Það er svo yndislegt að fylgjast með þeim vaxa og verða að litlum einstaklingum.  Þessir litlu einstaklingar hafa skoðanir á hlutum og vita nákvæmlega hvernig á að svara fyrir sig. Stundum hreinlega verður maður kjaftstopp.

Ef ég væri ekki svona gömul þá færi ég í að skipuleggja eitt stykki í viðbót.

Ef einhver þarna úti er að byrja þá á ég sitthvað af barnadóti og fötum sem ég er tilbúin að láta fyrir lítinn greiða. Það vantar að setja gipsplötur á veggina í barnaherberginu.  

 

 Með kveðju frá Ísafirði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband