2.5.2007 | 22:47
Ég og Albert Einstein, alveg satt.
Ég var að velta því fyrir mér hvað ég ætti að blogga um í kvöld. Þar sem ég er að verða svona gífurlega vinsæl, þá er smá þrýstingur á mig að blogga sem oftast.
Það fyrsta sem kom í hugann var að gömul og þreytt tönn gaf sig í dag. Tannlæknirinn búinn að vara mig við þessari uppgjöf í 2 ár. Nú þarf ég krónu og þarf að líkindum að borga 80.000 krónur fyrir eina krónu. Óréttlátt. Það skemmtilega er að þetta er fyrsta krónan sem ég fæ. Nei ég ætla ekki að blogga um svona leiðindi.
Svo datt mér í hug að tala um slagsmálin við yngsta meðliminn. Koma ofan í hana lyfjunum vegna lungnabólgunnar. Og ég meina slagsmál. Vegna stærðarmunar þá hef ég oftast betur. Nei nenni ekki að blogga um þetta heldur.
En þá kom ljósaperan . Ég sat á hárgreiðslustofunni í dag og var að lesa tímaritið Vikuna, á með að hárið á mér ákvað að verða rautt áfram, þegar á öftustu síðunni er gáta sem Albert Einstein setti fram og hljómaði eitthvað á þá leið: 5 hús liggja frá vinstri til hægri í röð. Í húsunum búa 5 einstaklingar frá mismunandi löndum. Hver um sig drekkur ákveðinn drykk, á ákveðið gæludýr, reykir ákveðna tegund af vindlingum og hús þessara aðila eru öll með mismunandi litum. Síðan komu 15 vísbendingar til að leysa þrautina þannig að hver ætti fiskinn sem gæludýr.
Einstein fullyrti að einungis 2% mjög gáfaðra einstakling gæti leyst þessa þraut. Og viti menn ÉG LEYSTI HANA Á 20 MÍNÚTUM.
Þetta er ekki mont ég er bara ÓGEÐSLEGA GÁFUÐ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 22:24
Takk þið eruð öll yndisleg.
Jæja ekki hefur mikið verið bloggað að undanförnu.
Yngsta prinsessan lagðist í veikindi á seinnipart föstudags og í hádeginu á sunnudaginn rauk ég upp á spítala með hana. Mér fannst hún frekar andstutt og hjartslátturinn ansi hraður.
Ég hafði rétt fyrir mér, elsku knúsin var komin með lungnabólgu. Þar sem þessi litlu grey eru fljót að þorna upp, ef þau eru ekki nógu dugleg að drekka, þá var ákveðið að setja upp legg í æð. Þessar búsnu litlu hendur voru nú ekkert að bjóða upp á þannig meðferð. Því var tekið á það ráð að setja legg á fótinn, nóg af sýnilegum æðum þar. Hiti og andardráttur var kominn á eðlilegt ról, rúmum sólarhring seinna.
Ég ætla hér með að hrósa og þakka starfsfólkinu á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar fyrir það eitt að vera yndisleg, góð, dugleg og tilbúin til að gera allt fyrir mann.
Eitt er víst að ekki fór ég heim léttari en þegar ég lagðist inn á spítalann með dóttur minni.
TAKK, TAKK og aftur TAKK.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 23:33
Besta leiðin á Ísafjörð.
Mikið er ég fegin að vera komin heim. Það er bara þannig að ég hef ákveðna þörf fyrir að fara til Reykjavíkur annað slagið. Til að komast þangað eru tvær leiðir færar.
1. Með flugi. Ekki séns. Ég var að tala við hana Matthildi í dag í Kringlunni rétt áður en ég keyrði af stað til Ísafjarðar. Hún sagði orðrétt: " Ég vissi ekki að flugleiðin væri holótt líka." Flug til Ísafjarðar hefur verið heldur stopult og mikil ókyrrð verið að undanförnu. Ég stimpla mig út hér.
2. Keyra í 5 - 8 tíma. Það fer að vísu eftir leiðinni, en þar eru þrjár færar.
a) Stysta leiðin er, Djúpið, Þorskafjarðarheiðin, Búðardalur, Brattabrekka, niður í Borgarnes og þaðan til Reykjavíkur. Tími frá 4,5 klst. og uppúr eftir hraðanum. Gallar við þessa leið að hún er einungis fær yfir hásumartímann. (lagast með veg um Arnkötludal)
b) Skemmtilega leiðin er, Þingeyri, Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði, Baldur yfir fjörðinn og í Stykkishólm, Borgarnes og þaðan til Reykjavíkur. Tími frá 6,5 klst og uppúr. Kostur við þessa leið er æðislegt útsýni og afslöppun í Baldri sem annars færi í keyrslu. Þessi leið fer að verða opin upp úr páskum eða þegar heiðarnar eru opnar.
c) Drepleiðinlega leiðin og sú lengsta er, Djúpið, Steingrímsfjarðarheiði, Hólmavík, Strandirnar , Holtavörðuheiðin, Norðurárdalurinn, Borgarnes og þaðan til Reykjavíkur. Tími frá 7 tímar og uppúr fer að vísu eftir stoppum og hraða. Sjö tímar fást með einu pissustoppi i Brú, Pylsu og pissustopp á Hólmavík og hraði frá 90 - 100. Kostirnir við þessa leið eru ekki neinir, ágætis fólk á Hólmavík en allt annað er horror. Þessi leið er nánast alltaf opin.
Niðurstaðan er því þessi: Ekki flytja úr Reykjavík ef þið hafið ekki gaman af því að keyra um landið.
Bloggar | Breytt 7.5.2007 kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2007 | 19:05
Svo þreyttur.......
Þetta er ekkert grín. Ég er úrvinda. Það er búið að þræða allar verslanir og skyndibitastaði í Reykjavík. VISA kortið hefur sko haft nóg að gera.
Erfiðasti hjallinn eftir, en það er að keyra aftur vestur. Ég er nú ekki búin að taka ákvörðun hvort farið verði í gegnum Hólmavík eða Stykkishólm og Baldur yfir Fjörðinn. Ef ég tek seinni valkostinn þá þarf ég að leggja af stað snemma í fyrramálið. En ég held ég keyri Strandirnar í þetta sinn.
Mig hlakkar mikið til að komast heim.
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.5.2007 kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2007 | 22:46
Reykjavík, hvílík sýn.
Vá ég er loksins komin til Reykjavíkur eftir fjögurra mánaða fjarveru.
Það er einhvern veginn þannig í dag að fara til Reykjavíkur er eins og að upplifa það að skella sér í helgarferð til útlanda. Algjört kaupæði grípur um sig og allt er keypt. Að þessu sinni er það ég sem verð fyrir valinu. FÖT og aftur FÖT. Ekkert samviskubit í gangi núna. Ég fór ferð í Smáralindina í dag. Ekkert sérstaklega ánægð með árangurinn en Kringlan á morgun og vonandi betri tímar framundan. Merkilegt að fara í búðir. Ég kemst í ákveðnar stærðir í Vila, Vera Moda og Zöru en merkilegt nokk, mínar stærðir eru því miður búnar. Eina sem eftir er SMALL.
Jæja ég lagði í Hrafnseyrarheiði og á Dynjandisheiðina til að komast til Reykjavíkur. Þessi leið er æðisleg að skoða. Ég mæli ekkert með veginum en að tölta hana á 50 km/klst er í lagi og útsýnið er geðveikt. Á nokkrum stöðum fer hjartað að slá, þegar þverhnípt er frá veginum og niður í sjó. Þá er keyrt á 20 km/klst, pínu lofthrædd og lífhrædd. Í Bjarkarlundi er Baldur tekinn yfir í Stykkishólm og síðan brunað í bæinn. Þegar upp er staðið fer meiri tími í þessa leið en að fara Djúpið og Strandirnar, en útsýnið er skemmtilegra, fallegra, minni bensíneyðsla, afslöppun í Baldri og ekkert verri maturinn þar en á skyndibitastöðunum í Reykjavík.
KRINGLAN...FÖT.... Á MORGUN.....JIBBÍÍ......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 22:38
Staðreynd.
Það er staðreynd að ég get ekki gert allt sem mig langar til að gera og þarf að gera á heimilinu. Á mínum yngri árum gat ég gert allt sem mig langaði til að gera, mála heima, gera upp húsgögn, snillingur á borvél, sauma, prjóna, gera ljúffengar kökur fyrir barnaafmæli án notkunar á bakarofni..lengi gæti ég haldið áfram en.......
Ég þarf að setja upp gifsplötur í barnaherbergið. Of þungar, get ekki gert þetta ein.
Þarf að lagfæra húsið að utan. Hef ekki kunnáttuna til þess.
Þarf að taka til í bílskúrnum og í geymslunni. Get það ekki. Með ofurhjálplegar prinsessur á 3ja og fimmta aldursári. Það verður meira verk að ganga frá eftir þær.
Það er staðreynd að héðan í frá þarf ég að fara að leita til kunnáttumanna vegna ýmissa framkvæmda á heimilinu. Ég er enn snillingur með borinn og hamarinn. En það er ekkert smá erfitt að kyngja þessari staðreynd. Tók mig um fjóra mánuði að átta mig á þessu öllu. Samt mikill léttir að gera sér grein fyrir þessu. Sjálfsálitið hefur hækkað við þessa uppgötvun, enda þarf maður að geta allt??????
Ég vil samt halda í þá staðreynd að ég geti nánast allt sjálf, það sem ég þarf að gera á heimilinu. Munurinn á verkefnunum sem ég býð mér í dag og þau sem ég gerði í gamla daga eru þau að verkefni dagsins í dag eru stærri og viðameiri en áður fyrr. Það má líkja þessu við fyrirtæki. Í byrjun tekur það að sér smáverk og því meiri sem þekkingin og kunnáttan verður, því stærri verða verkin.
Ég gæti líka verið komin á þann aldur að hafa gaman að því að fylgjast með sveittum, vöðvastæltum, sexý iðnaðarmönnum vinna við heimilið hjá mér. Jabb ég held það bara. Ef þeir væru bara til í alvörunni ekki bara í Mills og Boon ástarsögum.
Það er enn ein staðreyndi að ég er snillingur og líður skrambi vel vegna þess.
Bloggar | Breytt 7.5.2007 kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2007 | 15:45
Top Gear, gargandi snilld.
Ég veit ekki hverjir horfa á þáttinn Top Gear á Skjá einum.
Ég meig í mig af hlátri yfir þættinum í síðustu viku.
Skytturnar þrjár sem stjórna þættinum, James, Hammond og Jeremy fengu það verkefni að búa til blæju á Renault Espace fjölskyldubíl.
James gerði verkfræðiteikningar af blæjunni og hafist var handa við að klippa toppinn af bílnum og sauma og smíða blæjuna.
Útkoman verri en skylduverkefnin í handavinnu í barnaskóla. Þá var að setja blæjuna í test.
Fyrst var að keyra bílinn upp í 170 km hraða og athuga hvort blæjan héldi. Hún hélt því Hammond, sem sat í aftursætinu, hélt henni uppi og hliðargluggarnir blöktu eins og vængir.
Annað test var að keyra bílinn í gegnum dýragarð með ljónum, öpum og fleiri skemmtilegum skepnum. Ljónin höfðu ekki fengið að éta í 3 daga. Það hafðist.
Þriðja þrautin var að fara með bílinn í gegnum þvottastöð og með skytturnar innanborðs. Þessi þraut varð bæði bílnum og þvottastöðinni að aldurtila. Sem betur fer þá forðuðu skytturnar sér út úr bílnum áður en þetta var þeim einnig að aldurtila.
Ég mæli með þessum þáttum. James, Hammond og Jeremy eru virkilega skemmtilegir og gaman að horfa á þá, enda elska þeir það sem þeir eru að gera. Að keyra hraðskreiða bíla.
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.5.2007 kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 15:07
Pælingar dagsins í dag.
Vá það hljóta að vera vonbrigði hér á Ísafirði í dag. Sinfonían átti að spila í gær og ekki í fyrsta sinn þá er tveimur flugvélum Flugfélags Íslands snúið við með alla hljóðfæraleikarana innanborðs. Fíni flygillinn og öll hin hljóðfærin tilbúin í íþróttahúsinu á Torfnesi. Ef einhver hefði látið mig vita, þá hefði ég nú getað hlaupið í skarðið. Enda fjölhæf með eindæmum.
Síðastliðna tvo mánuði hef ég tvisvar ætlað á leiksýningar sem, síðan var aflýst þar sem flugvélin með leikaraliðið gat ekki lent á Ísafirði. Sem betur fer þá er alltaf fundinn nýr dagur fyrir sýningar sem falla niður. Helvítis rokið hér á Íslandi. Jæja svona er þetta bara.
13.4.2007 | 20:45
Annus Horriblus
Var það ekki einhver kella sem sagði þetta um árið sem sonur hennar losaði sig við konuna sína.
Þessi kella ætti að vera í mínum sporum núna. Ekki nema tæplega fjórir mánuðir liðnir af árinu og eftirfarandi hef ég verið svo heppin að upplifa.
1. Daginn sem ég kom heim úr Reykjavík(2. jan 2007) eftir annars ágæt jól, fann ég skrítna lykt koma úr kjallaranum. Ég leitaði í 5 daga eftir dauðu músinni. Á sjötta degi fann ég hana, rétt rúmlega 1,5 m3 að stærð. Þetta var frystikistan sem dó og búin að vera steindauð í 14 daga, sem og allt sem í henni var . Fékk matinn bættan frá tryggingunum en ekki kistuna, hún var eldri en 5 ára. Þannig að fyrstu tvö ár heimilistækis er það í ábyrgð frá seljanda, eitt ár í við bót frá VÍSA ef tækið er keypt í ELKÓ og næstu tvö ár taka tryggingarnar við. Eftir það er heimilistækið á þína ábyrgð.
2. Þurrkarinn dó í janúar. Jæja mér var nokkuð sama, fékk álestrarreikning frá Orkubúinu á sama tíma og aukanotkun á rafmagni fyrir hálft ár var 14.000 kr. Setti upp snúrur veggja á milli í þvottahúsinu og nánast allt hengt þar upp. Annað á þvottagrindina.
3. Harðidiskurinn á 6 mánaða gamalli tölvu ónýtur. Sem betur fer var hún í ábyrgð.
4. Viku fyrir páska var kominn botn í lithíum batterí í annari tölvu á heimilinu. Núna blikkar batterísljósið endalaust rauðu ljósi. Batterí víst ekki í ábyrgð nema fyrsta árið. Tölvan er að verða tveggja ára. Nýtt batterí mun verða dýrt þar sem það er ekki til og þarf að sérpanta það að utan segja þeir. Þá verð ég bara með 2ja tíma endingartíma á batteríinu í staðinn fyrir 3 og hálfann. AMK í bili.
5. Þvottavélin. Mótorinn gaf sig í byrjun apríl sem og stýrikerfið. Vélin var keypt 14 apríl 2005 og hefði því orðið tveggja ára á morgun hefði hún haldi það út. Nú fékk Elkó að borga brúsann. Það sem verra var, var að sama dag og þvottavélin gaf sig(á sunnudegi fyrir páska) þá fékk yngsta prinsipissan gubbupest. Ældi allt heimilið út og ekkert hægt að þvo. Á þriðjudegi kom viðgerðarmaður (skrambi klár kona hún Júlía) og tók vélina. Á miðvikudagsmorgninum dæmdi hún vélina til himna. Á miðvikudeginum hringdi ég látlaust í ELKÓ og loks kl 15:30 náði ég í hann Jóhann í heimilistækjadeildinni. Sagði honum hver staðan var og elskan ákvað að ég fengi nýja vél. Nú voru góð ráð dýr. Pósturinn kæmi henni ekki til mín fyrir páska. Vélinni var því troðið í skottið á Volkswagen Fox ásamt verkfæratöskum og öðru dóti og vélin hreinlega keyrð til mín af fjölskylduvin. Sem betur fer. Því fleiri heimilismeðlimir enduðu með gubbupestina um páskana.
6. Kjallaraherbergið. Ég tala nú ekki um það ógrátandi. Rafmagnið kemur inn í húsið um vegginn þar inni. Til hefur staðið að Orkubúið myndi skipta út gamla rafstrengnum. OK ég ætlaði að nýta mér það að þegar þeir myndu grafa skurð meðfram húsina og setja takkadúk á vegginn þar sem jarðvegurinn liggur að. OK skurður var grafinn og kemur ekki í ljós að hornið á húsinu er brotið. Og þess vegna er raki í veggjunum þar inni. Nú er skurðurinn opinn og byrjar ekki að rigna eins og helt er úr fötu og hvað haldið þið. Fer ekki regnvatn að leka meðfram rafstrengnum og inn í húsið og 2ja cm djúpt vatn á gólfinu. Parketið ónýtt. Þetta var bara að gerast áðan og vonandi lekur ekki meira inn þangað til eftir helgi, þá verður farið í að klára viðgerðir utan á húsinu.
Ella drolla ætti bara að reyna þetta. Hef staðið í skilnaði og mæ ó mæ ég held að hann sé hátið miðað við síðustu fjóra mánuði.
Jæja börnin eru heilbrigð og alltaf að rífast. Ekki kvarta ég.
Er á leið til Reykjavíkur á miðvikudag og ætla ég að kaupa mér föt????
Svarið er JÁ.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2007 | 18:53
Uppgjör páska.
Jæja þá eru Páskarnir að baki. Mikið um að vera hér á Ísafirði. Fékk tvo gesti til að fara á Aldrei fór ég suður. Það munaði ekki miklu að það yrði staðreynd fyrir þessa tvo gesti. Annar komst ekki í flug, þar sem það lagðist af eftir hádegi á öðrum degi páska. Hinn lagðist í veikindi og treysti sér ekki að keyra í sex tíma með upp og niður.
Hátíðin Aldrei fór ég suður fór vel fram, náði ég að sjá flesta flytjendur á föstudeginum en laugardagurinn var hinsvegar verri. Magapína og tilheyrandi. jakk. Sá Pollapönk með börnunum, snilld. Aðeins of rokkað að þeirra mati en dilluðu sér samt með taktinum.
Enn eru fjögur páskaegg eftir uppi á skáp. Spenningurinn er mestur í því að opna eggið, sjá leiðinda kúlur og karamellur og eftir 10 mín. er farið að hugsa um annað. Kannski spilar líka inn í þetta áhugaleysi að gubbupest og magakveisa skaut sér niður um þessa páskahelgi. Heppin ég, búin að gúffa í mig nokkrum kalóríum eftir það.