Færsluflokkur: Bloggar
16.10.2007 | 22:53
Ekkert fyndið í dag. Heyrumst á morgun.
ÉG hef hreinlega ekkert að segja því læt ég fylgja skemmtilegar myndir úr afmæli yngstu knúsarinnar.
Einnig verða settar inn myndir í albúmið Nýjar myndir.
Pretty Pig með músareyrun kveður að sinni, kem aftur þegar andinn ræðst á mig og.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 22:45
Hvað er að Mogga blogginu.
Ég bara spyr?????
Ég sem ekkert veit!!!!!!
Hefur einhver svör hér.
Í fyrsta lagi tekur heila eilífð að koma ljósmyndum inn
Síðan þegar allt er loksins komið á sinn stað þá vistast ekki síðan þegar smellt er á Vista og birta takkann. Það er allt reynt. Loka netinu og kveikt aftur. Neibb. Endaði á að endurræsa tölvuna eftir sólarhring.
Ég hef lent í þessu nokkrum sinnum. Ef þetta heldur áfram þá verður síðan færð annað. Takk fyrir.
Það tók tvo daga að koma bloggfærslunni hér að undan inn. Púff.
Grumpy Pretty PIG kveður að sinni en lesið endilega færsluna hér á undan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 22:35
Júhú...orðin 3ja ára og komin í stórastelpuhópinn....
Hver segir að ég sé ekki mestasta, bestasta og fottasta rokkpían...
Í dag er ég þriggja ára og er því talin til stórra stelpna,
en mamma er ákveðin í að ég sé enn litla knúsin á heimilinu.
Á morgun fer ég með Solluköku í leikskólann.
Og í boði Landsbankans verða Sprotadiskar, glös, dúkur, flautur og fleira. Svaka stuð.
Það verður kóróna og allt og á Sunnudaginn ætla ég að bjóða sjö öðrum prinsessum í afmælið mitt heima.
Tiny little piglet segir góða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2007 | 23:16
Loksins, Loksins......
Loksins komið nýtt blogg.
Vov .... smá gubb hér í gangi, Sunneva Sól mús verður 3ja ára á morgun. Blessunin að vera veik á þessum stóra degi. Við frestum bara hátíðarhöldunum um einn dag.
Vá spennó ég fór í og fékk mér mitt fyrsta tatto í kvöld. Átti von á kvöl og pínu.
En setningin "beauty is pain" á vel við. Plokka augnabrýrnar og fleiri fegrunaraðferðir eru verri en að fá sér tatto.
Svona fyrir þá forvitnu þá lítur það svona út.
Góða nótt frá more Prettier PIG.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2007 | 10:21
GM, þú ert snillingur í mínum augum. Elska þig alltaf.
Maðurinn er bara snillingur. Fór á tónleika með honum í Stokkhólmi í október í fyrra.
Að hlusta á hann live og vera eina 15 m frá honum er víma sem endist mér í nokkur ár í viðbót.
George Michael segist vilja nota minna marijúana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 23:50
Nýjar myndir, skemmtið ykkur vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2007 | 23:49
Það er þessi tími ársins sem er að renna í garð. Með kvefinu, kuldanum og slyddunni koma allar afmælisveislurnar.
Jæja þá er komið að því. Fyrsta afmælið á morgun.
Kvöldið er búið að vera ansi strembið. Ekkert mál að gera blessaða kökuna sem fer í leikskólann,
en að hafa litlu skrítlurnar hangandi yfir sér getur reynt á þolinmæðina.
Bratz er það þetta árið.
Í fyrra var það Dóra könnuður.
Spurning hvernig köku Sunneva Sól vill fá á sínum afmælisdegi. Sem betur fer er Stefanía Kristín 17 ára á miðvikudaginn og komin yfir kökualdurinn.
Innilegar hamingjuóskir á afmælisdaginn þinn á morgun Hildur Högna og Stefanía Kristín með þinn daginn þar á eftir og loks Sunneva Sól þann 9 okt.
Kökukrems- og súkkulaðikveðjur frá Pretty Pig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2007 | 23:02
Ég er komin heim í heiðardalinn, ég er komin heim með slitna skó.... komin heim til að .......
Well, well
Komin heim eftir vikudvöl í henni Reykjavík. Alltaf gott að komast í Borgina, og alltaf jafn gott að komast heim.
Það var nú minna verslað en ég gat átt von á. Það er þetta með sálfræðina. Ég er farin að horfa á hlutina sem mig langar í og spyr þá: "Hef ég þörf fyrir þig?" Ef hinn sami hlutur svarar til baka þá er ekki séns að hann sé keyptur. Ef þessi sami hlutur sendir mér hugskeyti innan mínútu þá er hugsanlegt að hann sé keyptur.
Annars er ég með shopaholic syndrome bara vægt. Systir mín er með big time shopaholic syndrome. Ég gæti sagt skemmtilegar sögur af henni en ég bíð með þær þar til að ævisagan kemur út.
Vá .... geysp ég er alltaf syfjuð.
Nú er bara að lesa bloggið hennar Þórhildar og fara síðan að leggja sig.
Góða nótt allir mínir vinir þarna úti.
Með kveðju frá Pretty Pig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2007 | 23:08
.....................
HILDUR HÖGNA, SUNNEVA SÓL, STEFANÍA KRISTÍN
ANNA GUÐRÚN, EGGERT MAGNÚS INGÓLFSSON
Jæja þá er komin fyrsta bloggfærsla Hildar Högnu, 5 ára.
Eins og þið sjáið þá þá þarf ég ekkert að blogga framar, hún tekur við af mér eftir mánuð eða svo.
geysp........góða nótt Pretty Pig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2007 | 22:37
Enn ein skelfingin í lífi mínu.........nei ekki þú Eggert.
Fór til Bolungarvíkur í dag. TVISVAR.
Það var sko nóg af grjóthruni í Hólshreppi í dag.
Sveigði framhjá amk. sex grjóthnullungum í fjöltonna stærð.
Kannski ekki í þessari stærð sem er á myndinni , en svona helmingi minni og á miðjum veginum.
Þessi var talinn vera um 5 tonn og féll á veginn um Óshlíðina 10. ágúst sl.
Annars er allt gott að frétta héðan frá Ísafirði. Við höfum okkar eigið Bold and the Beautiful. Þannig að ég fer að segja Stöð 2 upp.
Annars er ég á leið til Reykjavíkur í næstu viku til að fara á fund byggingarfulltrúa. Þið megið trúa því að þar fer flottur karlaklúbbur með tvær dömur innanborðs.
Brúðkaup í framhaldinu og gaman gaman. Nei ekki mitt.
auf veeder sehen, eða þannig.
Pretty Pig kveður í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)