Færsluflokkur: Bloggar
29.8.2007 | 22:58
Grái fiðringurinn........bleika fullnæ........Ég neita hreinlega að fá litlausan fiðring þegar ég eldist. Er ekki til flottari litur á þessum skjálfta.
Vá ég fór í ljósabekk í kvöld. Hef ekki farið í þannig í að ég held í 10 ár.
Það fyndna var að þegar afgreiðslustúlkan á ljósastofunni fletti mér upp þá var ég sögð með lögheimili í Eyjabakkanum. Ég held að ég hafi verið með lögheimili þar síðast 1997.
Því leið mér eins og ég væri stokkin aftur í tíma um þessi 10 ár. My and Michael J. Fox....wow...
Ég lít nú svo helv... vel út að ég gæti alveg verið 10 árum yngri en ég er.
En takið eftir því að: " Þú ert aldrei eldri en það sem þér finnst þú vera."
Ég horfði á Madonnu á skjá einum í gær. Sú er ekki að láta 50 árin halda aftur af sér. Svona á að fara að því. Því hef ég ákveðið að fá mér árskort í Stúdíó Dan og komast í gott form.
Ég segi því við þig elsku litla Prettý PIG gangi þér vel, já takk.
ADÍÓS FROM VERÝ PRETTÝ, FIRM, PIG.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2007 | 22:41
Uppskriftin af mér......Kvenleg fegurð.
Tveir stærðfræðiprófessorar við Cambridge-háskóla hafa fundið einfalda stærðfræðiformúlu til að reikna út kvenlega fegurð.
Það er hlutfallið á milli ummáls mittisins og mjaðmanna sem öllu skiptir um hversu aðlaðandi konur eru og göngulag þeirra kynþokkafullt. Akkúrat lýsingin á mér.
Konur sem hafa mittis-mjaðmahlutfallið 0,7 - það er að segja þegar mittisummálið er 70% af ummáli mjaðmanna - munu vera taldar mesta augnayndið. Your's truely....
Ef þið trúið mér ekki skoðið þá fréttina sjálf http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1287589
Ég er með stuðulinn 0,75. PÚFF.
Brad Pitt gæti farið að banka uppá. Hvað á ég að segja við hann????? Hjálp, Hjálp....Ég er að ná mér hér, næ örugglega að segja eitthvað gáfað......
Nú er það megrun til að ná mittismálinu niður. Ég virðist hafa bætt á mig þar á undanförnum árum.
Sjáumst sexý
SEXY PIG is checking out with THE PITT.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 22:47
Ég sagði við hana, þegar hún kom til mín uppspennt eftir helgina: "Ef þú kemur svona fram við fólk um þá.....". Hún svaraði ekki, heldur rauk á dyr.
já, það er alltaf spurningin um helgarnar.
Hér í sveitinni notar maður góða veðrið þegar það gefst.
Á föstudag var farið á aðalfund Mýrarboltafélagsins. Svo sem allt í lagi.
Laugardagurinn "my man". Fjölskyldan fór á 100 ára afmælishóf til heiðurs Bændasamtökum Vestfjarða. Gleðin var haldin á Núpi.
Á staðnum var lítill húsdýragarður sem börnin höfðu gaman af, vöfflur sem allir höfðu gaman af og hestar frá hestamannafélaginu Stormi á Þingeyri,
sem yngsta kynslóðin elskaði. Litlu gríslingarnir fóru tvisvar á bak.
Eins og myndirnar sýna þá er mikið gaman og mikið fjör.
Eftir búnaðarsýninguna var keyrt á Ingjaldssand. Áhugaverður staður.
Á sunnudeginum voru ber tínd í hundraða tali í Hestfirði. Æðislegur staður. Veðrið gat ekki verið betra.
Hér er smá ábending til þeirra sem eru að fara að tína ber eða að fara að njóta náttúrunnar, "Ekki vera með lykt-sterk efni í hárinu eins og froðu, gel eða annað. Flugurnar eru vitlausar í lyktina." Það er ávísun á að fá ekki frið.
Þegar komið var heim úr vinnu í kvöld var sultað úr öllum herlegheitunum. Ég taldi ekki mikið yrði úrberjunum sem tínd voru. En annað kom á daginn. Ég stóð í ísskápnum í kvöld til að losa úr krukkum sem komnar voru á dagsetningu eða lítið var eftir í.
Uppskeran var 1,2 ltr af krækiberjahlaupi. Geðveikt gott. (sett í 4 krukkur)
2 ltr af bláberja og rifs sultu. Verður smökkuð á morgun.(sett í 6 krukkur þar af ein stór)
Nú er orkan tæmd eftir helgina og kvöldið í kvöld. Fótbolti á morgun og síðan hvíld.
Með kveðju frá Very Pretty PIG.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 22:29
Svo ég sagði við vinkonu mína: "Ef þú hættir þessu ekki þá verður þú eins og ......." og þar við sat.
Nei svona í alvöru talað, þá er ég með kaffið í vinnunni á morgun. Ég er búin að bíða spennt síðan á sl. föstudag. Ég var svo spennt að ég gleymdi að fara í Bónus og kaupa öll jarðaberin og bláberin sem ég ætlaði að nota í kökuna. Ég ætla að vera með alvöru kaloríusprengju.
Mér datt í hug að redda mér með bláberin með því að hlaupa upp í einhverja brekkuna hér og tíma þau sjálf, enda eru þau örugglega betri en þessi í búðunum. Síðan að stelast í einhvern garð og athuga hvort einhver væri með jarðaber. Sýslumaðurinn er að vísu með stóran jarðaberjagarð, en ég át síðasta berið hennar í dag.
Hljóp í Samkaup. Þvílík vonbrigði með berjadeildina. Berin þar voru meira og minna mygluð og slöpp. Minntu mig á allt sem er framan á mér.
Þannig að það verður leikið af fingrum fram:
Í kökuna fara 2 marenge botnar. Á milli þeirra þeyttur rjómi blandaður með þykkri karamellusósu (hafa hana kalda), berjum og ávöxtum sem ég fann í ísskápnum, súkkulaðispænir. Ofan á kökuna kemur þeyttur rjómi, ávextir og ber og fullt af þykkri súkkulaðisósu. Einnig er klikkað að bæta í þetta allt súkkulaðirúsínum, döðlum og salthnetum. Ofan á toppinn koma síðan nokkur blæjuber til skreytinga. Það geta allir gert þetta sykursjokk. Það þarf ekki einu sinni mæliskeiðar eða bakarofn. Getur ekki klikkað.
Ein kaka er vikuskammtur af glúkósa fyrir heilann að starfa rétt. Við ræðum engan vegin kaloríufjöldann hér. Ég vil ekki gráta þegar ég fæ mér bita af henni.
Verði ykkur að góðu og góða helgi.
Yours truely very much Pretty Pig.
P.s. Hvers vegna kallar hún sig Pretty Pig?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2007 | 23:50
Ný komin af faðmlaganámskeiði....
Skrapp til Bolungarvíkur í kvöld til að taka þátt í faðmlaganámskeiði.
Það eru ýmsar kenningar um faðmlög. T.d. að vísindarannsóknir styðja þá kenningu að örvun með snertingu er algjör undirstaða líkamlegrar sem og andlegrar vellíðunar. Snerting er notuð til að draga úr verkjum, þunglyndi og kvíða, til að byggja upp lífsvilja sjúklinga, við að hjálpa fyrirburum sem hafa verið sviptir snertingu í hitakössum að vaxa og þroskast.
Rannsóknir hafa líka sýnt að snerting getur gert okkur sáttari við okkur sjálf og kringumstæður okkar. Haft jákvæð áhrif á málþroska og greindarvísitölu barna.
Til eru margar tegundir snertinga og mælt er með faðmlögum sem sérstakri og mjög árangursríkri aðferð til að auka vellíðan og heilbrigði.
Við verðum náttúrulega að hafa ástæður fyrir faðmlögunum. T.d. eru faðmlög góður megrunarkúr. Faðmlög minnka matarlyst, við borðum minna þegar við erum andlega nærð af faðmlögum enda eru hendur okkar uppteknar að halda utan um aðrar knúsverur.
Faðmlög slaka á spennu, hægja á öldrun og auka sjálfstraust, gera góðan dag betri og svona mætti lengi telja.
Hæfniskröfur eru gerða til þeirra sem vilja verða faðmlagafræðingar sem og skjólstæðinga þeirra, það er bara að vera. Faðmlagafræðingur dæmir aldrei né ásakar.
Faðmlög eru fyrir alla.
Siðfræði og hegðunarreglur faðmlagafræðinga eru fjórar:
1) Þar sem faðmlag af þessu tagi er aldrei kynferðislegt, faðmaðu samkvæmt því.
2) Fullvissaðu þig um það að þú hafir leyfi áður en þú faðmar.
3) Þér ber einnig að biðja um leyfi alltaf þegar þú þarft á faðmlagi að halda.
4) Þú ert ábyrgur fyrir að tjá þarfir þínar og hvernig þú vilt fá þeim fullnægt.
Hér eru nokkur dæmi um faðmlög: Bangsafaðmlag, Þríhyrningsfaðmlag, Kinn við kinn, Samlokufaðmlagið, Hrifsa-þrýsta-hlaupafaðmlagið, Hópfaðmlag, Hlið við hlið faðmlagið, Aftur og fram faðmlagið, Hjartastöðvarfaðmlagið og að lokum Klæðskerafaðmlagið.
Hvernig við föðmumst fer eftir umhverfinu sem við erum í, hvenær tíma dags þörf til faðmlags kemur yfir mann. Hægt er að gefa frá sér hljóð eftir faðmlag eins og vááá eða æði eða þetta er yndislegt eða einfaldlega að njóta faðmlagsins með augnabliks þögn.
Svo eru öll þessu flóknu tæknilegu smáatriði sem hafa þarf í huga eins og að nota þín innri augu eða Zen faðmlög og þessi aukasnerting.
En þegar allt kemur til alls þá er málið að faðma oft og faðma innilega.
Með kveðju frá Huggy Pretty Pig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 22:24
Er að komast í gírinn...mýrarbolti og.....
Vá dj....l er erfitt að komast úr sumarfríinu. Nenni ekki að opna tölvuna þegar ég kem heim á kvöldin, er ekki alveg í sambandi í vinnunni og svona mætti áfram telja. En ég geri mitt besta.
Mýrarboltinn. Tókst að vera með í þremur leikjum. Fyrsti leikurinn fór alveg með mig. Spilaði í heilar 10 mínútur. Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá eru tvær mínútur hámark sem hægt er að spila í einu. Síðan góð hvíld. Og aftur inná.....
Hvers vegna? Jú í mýrarboltanum er spilað í drullusvaði sem nær frá ökklum og upp á miðja kálfa. Þetta snýst ekki um það hversu góður þú ert í fótbolta, heldur hvort þú náir skónum með upp úr drullunni. Enda er gott límband og lítill klæðnaður frá hné og niður galdurinn í þessum leik.
Eins og sjá má hér til hliðar er ég algjör byrjandi í þessari grein íþróttar.
En þetta er klikkaðslega gaman.
Ég mæli með linknum hér að neðan:
http://www.bb.is/Ljosmyndavefur/Svipmyndir/MyndaYfirlit/~/itemid/a0e9e912-21a2-4c6b-9f8c-7475356cd0e8
Fyrir áhugasama þá eru þetta svipmyndir frá Mýrarboltanum 2007. Ykkur til mikillar gleði þá er ég ekki á þessum myndum enda ekkert skemmtilegt myndefni. EN ég vona að þið skemmtið ykkur og verðið með að ári.
með kveðju frá Dirty PIG.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 00:09
Löng þögn.
Ég vil biðja dygga aðdáendur mína afsökunar á því að hafa ekki bloggað sl mánuð. Ég hef verið í sumarfríi og ákvað að taka mér sumarfrí frá þessum ritstörfum mínum.
(ok þetta var bara leti)
Annars er fríið búið að vera fínt. Hálskirtlataka, húsdýragarðurinn, IKEA, Smáralindin og að sjálfsögðu Kringlan. Ég á frábær börn, þau elska að fara í Kringluna, ekki að versla, nei í ævintýralandið. Besta barnapössun sem ég hef fengið um dagana. Þó að verðið sé í hærri kantinum þá slaga leikskólagjöld hér á Ísafirði hátt upp í verðið í ævintýralandinu.
Ég eyddi ekki öllu fríinu í Reykjavík. Ég fór á Tálknafjarðardaga um síðustu helgi. Ágætis ferðalag. Bíldudalur er flottur bær. Stefni að því í framtíðinni að kaupa mér sumarhús þar. Vegamót er flott verslun.
að lokum þið eruð yndisleg, Pretty Pig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 22:38
Alveg sönn lítil saga. Ævintýra ferðalag litlu blöðrunar.
Það var að morgni 17. júní sem litla Bratz blaðran varð til í einu sjoppunni á Ísafirði.
Lítil ljóshærð stelpa kemur inn í sjoppuna um hádegisbil. Bendir upp í loftið og segir við Mömmu sína: "Ég vil þessa blöðru." Afgreiðslustúlkan réttir Litlu stúlkunni blöðruna og allir fara ánægðir út í 17. júní hátíðarhöldin á Ísafirði.
Eins og sést hér á myndinni, þá er blaðran góða í öruggum höndum Stóru systur.
En það var sjö dögum seinna sem þessi ákveðna blaðra, Bratz, ákvað að leggja upp í leiðangur. Hvert ferðinni væri heitið, var óákveðið.
Litla stúlkan, eigandi Bratz blöðrunnar tekur hana með sér út á svalir í góða veðrið er klukkuna vantar 15 mínútur yfir tvö að staðartíma. Þar leika þær sér saman í stutta stund uns litla stúlkan stendur upp og labbar inn. Um leið og litla stúlkan er komin inn slítur Bratz blaðran sig lausa og svífur af stað upp í loftið. Loksins var hún frjáls.
Í sömu andránni lítur móðir litlu stúlkunnar, upp í loftið og sér Bratz blöðruna svífa burt. Vitandi, að sorg litlu stúlkunnar yrði mikil ef blaðran næðist ekki aftur. Móðirin sprettur því og hleypur á eftir blöðrunni. En um seinan. Blaðran svífur ánægð burt og út á sjó.
Þegar litla stúlkan áttar sig á því hvað gerst hafði verður sorgin mikil. Stór tár renna niður kinnar hennar uns hún grætur sig í svefn. Öðru hverju lítur móðir litlu stúlkunnar út um gluggann og sér blöðruna alltaf lengra og lengra út á sjónum uns hún hverfur sjónum hennar. Það er engu líkara en Bratz blaðran sé á leið inn í Djúp burt frá öllu og öllum.
Þegar tekur að kvölda, fer litla stúlkan og fjölskylda hennar inn í eldhús til að borða kvöldmat. Allt i einu sést til Bratz blöðrunnar, hvar hún fer hratt yfir á leið sinni í átt að landi. Litla stúlkan, Stóra systir og Mamman spretta upp frá borðinu og út í bíl. Bratz blöðrunni skyldi bjargað úr sjávarháska. Keyrt er sem leið liggur eftir strandlínunni og ekki stoppað fyrr en hugsanleg lendingarstaður Bratz blöðrunnar er fundinn. Það tekur ekki nema nokkrar mínútur fyrir Mömmuna að klifra niður snarbrattann klettavegginn og niður að sjó. Bratz blaðran er komin í öruggar hendur. Sæl og ánægð að vera komin heim aftur. Ekki nema örfáar rispur hafa komið á fætur hennar, en hvað er það fyrir svona mikið ævintýri sem Bratz blaðran hefur upplifað í þær fimm klukkustundir sem hún var að heiman.
Hér má sjá ánægða Litla stelpu og Stóru systur hennar bíða eftir Bratz blöðrunni sem stefnir hraðbyr að landi. Sjá má lítinn blett á sjónum fyrir aftan þær.
Hér má sjá hvar Stóra systir, Litla stúlkan og Bratz blaðran labba ánægðar áleiðis heim á leið.
Nú hefur Bratz blaðran jafnað sig á ferðalaginu og svífur nú stolt og þrýstin í eldhúsi litlu fjölskyldunnar.
Héðan í frá ætlar Litla stúlkan að passa upp á Bratz blöðruna sína.
Þetta er sönn saga frá Vestfjörðum.
Hafi einhverjar upplýsingar ekki komist til skila í þessari sögu, vinsamlega sendið inn athugasemd og öllum verður svarað fljótt og örugglega, til að óþarfa óvissa ríki ekki á meðal lesenda.
Kveðja frá Mömmu Pretty Pig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 14:26
Ekki er öll vitleysan eins.
En svona hlutir gerast líka hér á litla Íslandi.
Ég þekki til tveggja systra sem eru fæddar hér og uppaldar, komnar yfir fimmtugt í dag.
Þær eiga íslenska móður, bandarískan föður og hafa bandarískt vegabréf.
Fyrir um ári síðan voru þær á leið heim til Íslands úr utanlandsferð þegar þær eru stoppaðar í vegabréfseftirliti og meinað um inngöngu í landið. Það tók nokkra klukkutíma fyrir þær að komast inn í landið aftur eftir hringingar í forstjóra útlendinastofnunar og fleiri.
Síðan þá hefur bara verið vandamál að eiga við kerfið til að fá íslenskt vegabréf og allt sem því fylgir.
Eftir tugi ferða erlendis, enda miklar ferðakonur, allt í einu er þeim meinaður inngangur í landið.
Ef það var vandamála að þær væru með bandarískt vegabréf, hvers vegna var ekki búið að tilkynna þeim það. Að því sem mér skilst þá er það nýlega til komið, að hægt sé að vera með tvöfaldan ríkisborgararétt.
Átti á hættu á að verða rekin úr landi eftir 78 ára dvöl í Skotlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 21:33
Stutt í dag.
Komin upp í rúm fyrir framan sjónvarpið, með tölvuna í fanginu og bók á hægri hönd. Rauðvín í glasi á borðinu og reyni að gleypa allt í einu.
Hef ekki tíma til að blogga núna, dottin í rauðvínsglasið, það skásta í stöðunni.
Pretty Pig is checking out.
P.s. það er einhver kona búin að hringja tvisvar í heimasímann minn í kvöld og segir bara "......rangt númer....." og skellir á. Var að tékka á númerinu. Hjálp.....Endurhæfingardeild, Landsspítala Háskólasjúkrahús, sambýlisdeild 20, Kópavogi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)