Færsluflokkur: Bloggar
20.6.2007 | 22:37
Dagur 1. Kæra amma......
Dagurinn byrjaði kl 06.00 þegar litla ljóskan vaknaði til að fara að pissa. Ekki mikið mál að hjálpa henni í því. Það jákvæða var að hún pissaði ekki í rúmið mitt. (hefur að vísu ekki gert það síðan hún hætti með bleyju 18 mán)
Tókst nú samt að gubba í rúmið, en það er allt í lagi ég þurfti hvort eð er að skipta um rúmföt. Þar sem ég var heima í dag, með sjúklinginn, þá var herbergið ryksugað og allt burstað úti í góða veðrinu.
Á meðan að loftskipti fóru fram í íbúðinni þá horfðum við mæðgur á Sound of Music. Snilld. Ég fer alltaf að syngja með. Óperur ef því er að skipta. Ég ætla að taka nunnuna Maríu til fyrirmyndar. Hún er gjörsamlega út úr heiminum þegar veðrið er gott. Gengur á fjöll og syngur. Svona "Sound of Music Syndrom" la la lalala. Hún náði líka í stegg með öllu í restina. Ef þú áttar þig ekki á því, þá er það ekki gæs með sósu og brúnuðum.
Litla ljóskan gubbaði nokkrum sinnum fram eftir hádeginu en hætti um kl 13.08 í dag. Fínt að Þvo mikið í góðu þvottavélinni minni. Mér var sagt frá því að því meira sem þvottavélin er notuð, því lengur endist hún. Með þessu áframhaldi þarf ég ekki að kaupa mér vél næstu 20 árin. Þá verður búið að finna upp efni sem búið er að húða með gljáefni sem hrindir frá sér óhreinindum. Ekki fleiri þvottavélar.
Seinnipartinn var brunað á fund í Bolungarvík. Óvenju mörg mál á dagskrá og kraftaverkin gerast enn, klukkutími og 40 mín. YES.
Nú er legið í hreina og fína rúminu, með hreina loftinu í herberginu og börnin sofnuð. Æðislegt.
Ég gleymdi veðrinu. Logn, 15 °c og skýjað. Geggjuð blíða.
adíós allir. I am Pretty Pig. Thanke you for reading.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 23:00
Samviskubit 101
Ég er farin að hafa mikið samviskubit yfir fáum bloggfærslum undanfarið.
Ég hef mikið verið að velta fyrir mér allri neikvæðninni í nánast öllu, fjölmiðlum, bloggfærslum, samræðum við annað fólk og eins og ég segi nánast í öllu. Ég velti þessu fyrir mér vegna þess að ég er ekkert betri sjálf. Ég lofa alltaf sjálfri mér að hætta þessu, síðan einhvern vegin dettur maður í þessa leiðinlegu neikvæðni. Eitt sem slær mig svolítið er að það þarf alltaf að finna blóraböggul á öllum þeim leiðinlegu atvikum sem verða. Hvenær ætlar fólk að fara að taka ábyrgð á eigin gjörðum, lífi sínu og barna sinna?
Hér í þessu bæjarfélagi mínu er nóg af neikvæðni. Mikið af fólki að flytja í burtu, störf eru seld úr byggðarfélaginu og svona mætti telja. Ég er búin að búa hér og starfa í tvö ár. Og auðvitað var erfitt að koma úr Reykjavík (borin og barnfædd) í svona lítið samfélag. Það tók sinn tíma að sætta sig við það að geta ekki keypt sér verkjatöflur eða jafnvel skrúfur á öllum tímum sólarhringsins eins og hægt er að gera í Reykjavík.
Það jákvæða við að búa á Ísafirði er:
Líflegt og skemmtilegt fólk. Búin að kynnast ógrynni af fólki á þessum tveimur árum. Frábær náttúra, fallegur bær og æðislegt veður það sem af er af sumri og í vor. Lítið samfélag, fullt af kjaftasögum. Stutt í allar áttir innan bæjarfélagsins. Ódýrara að búa í miðbænum hér en í úthverfunum, öfugt við Reykjavík. Snyrtivörur á sama verði og í Hagkaup. Og það best er, að snyrtivörum fylgir í 90% tilvika prufur. Alltaf fjölgar í flórunni af kaffihúsum. Sumarið er mjög líflegur og skemmtilegur tími, alveg feyki nóg að gera.
Það sem er erfitt að sætta sig við hér á Ísafirði er:
Glæpsamlega dýr leikskólagjöld, borga 360.000 kr meira hér á ári en í Reykjavík. Mánuður í Reykjavík erum 20.000 kr en hér er ég að borga um 48.000 kr. Hitt er að leiðin til Reykjavíkur er allt of löng. Hægt væri að stytta hana um 100 -150 km með göngum og brúm. Um leið færu fleiri að koma hingað. Bæði sem ferðamenn og sem nýir íbúar Ísafjarðarbæjar.
Niðurstaðan er þessi: Ég þarf leiðbeiningar á því hvernig ég get farið að tala meira jákvætt um hlutina og aðrir þurfa að fara eftir þessu sömu leiðbeiningum með mér.
Að lokum, það eru komnar æðislegar myndir af litlu börnunum mínum í Sólargöngunni í dag.
Með kveðju frá Pretty Pig.
P.s. Stefanía mín gangi þér vel í vinnunni þinni í sumar. Þú ert klár og æðisleg stelpa og getur allt sem þú vilt geta gert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2007 | 23:09
Betra seint en .......
Vá langt frá síðasta bloggi. Mikið búið að ganga á og gerast síðustu daga.
Gifsplöturnar eru komnar upp í stelpnaherberginu og nú er að spartla og pússa. Þrjár umferðir, takk fyrir.
Já það var Buddah Bar í París. Fór með mömmu og Kristínu sumarið 2001. Frekar vinsæll staður meðal fína fólksins í París. Við inn að borða. Þokkalega vel verðlagt og rauðvínið sem drukkið var gerði sitt gagn. Þegar við vorum á leið út af staðnum, stoppuðum við í minjagripaversluninni. Keyptir voru 5 litlir 2 cm háir búddar í silfurlitaðri pyngju. Verðið 45 evrur. Það var ekki fyrr en heim var komið að við áttuðum okkur á að þær kostuðu 4500 kr íslenskar. Maturinn var góður en þarna létum við taka okkur í .............EKKI FARA Í MINJAGRIPAVERSLUNINA.
Heyrið þið, það var þetta með Robbie Williams, George Michael (kikna enn i hnjánum), Robert Downey jr., Robert Redford, Kevin Costner...of þreytt til að muna eftir fleirum.....
Hvað eiga þessir menn sameiginlegt? Ég myndi pissa í mig af spenningi ef ég myndi hitta þá á gangstéttinni á Ísafirði. Svolítið skrítinn smekkur á mönnum, en "líkur sækir líkan heim" er einhversstaðar skrifað, má þá búast við einhverju öðru.
Skoðið nýjustu myndirnar. Upprennandi dansmeyjar....
adíós from Pretty Pig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2007 | 23:31
Skemmtileg vitleysa - Taka Tvö.
Ég gleymdi að nefna lagið "Golden Brown" með The Stranglers í fyrri bloggfærslu.
Það kom ósk frá aðdáanda að taka mynd af minni fögru brúnu hendi. Ég tek fram að ég á höndina til vinstri og minnsta ungfrúin á heimilinu þá hægri. Liturinn á minni hendi á að vera svipaður og og á hinni. Liturinn hefur dofnað mikið.
Í fyrsta lagi eru fimm dagar liðnir frá því að brúnkukremið var sett á.
Í öðru lagi þá er ég búin að nota grænsápu og vírbursta í þessa fimm daga og þrisvar á dag.
Í þriðja lagi vaskaði ég upp 60 kristalsglös "with my bare hands" á laugardagsmorguninn.
Það skásta í þessu öllu saman er að lófinn er kominn í eðlilegt horf.
Annars er kominn tími á næstu meðferð. Núna verða notaðir hanskar.
Það kitlar pínulítið að vera með húðlit. Því liturinn er nokkuð jafn núna eftir fimm daga.
Hver þarf að fara til Spánar núna. PARÍS, Camp Elysees, La Basilique du Sacré-Coeur, La Place du Tertre, Musée du Louvre og allir hinir fínu staðirnir. Ég á eina góða sögu handa ykkur frá síðustu förr minni til Parísar. Hún tengist frægum stað Buddah Bar.
Söguna fáið þið í næsta bloggi sem og hvað Robert Downey jr., Robbie Williams, George Michael og fleiri góðir eiga sameiginlegt.
góða nótt......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2007 | 22:29
Skemmtileg vitleysa.
Hver kannast ekki við:
Brown Sugar með The Rolling Stones
Brown girl in the ring með Boney M
Black Magic Woman með Fleetwood Mac og seinna Santana
Woman in Black með Foreigner
Einhvern vegin þá hef ég sönglað þessi lög í allan dag. Ég veit ekki hvers vegna, en kannski út af því að hendurnar á mér líta út eins og gamlar sveskjur.
Ég ætlaði að vera svo sniðug í gær að setja á mig brúnkukrem. Afleiðingin er kaffibrúnar hendur. Restin af skrokknum hefur temmilegan húðlit. En boy oh boy. Það kom fólk inn á skrifstofu til mín í dag. Ég veit ekki hvað það hefur haldið. A.m.k. hlógum við mikið af þessu í vinnunni í dag. Enda hvað get ég annað. Ég lét skipta út gömlum, ljótum, þreyttum og gráum fyllingum í tönnunum á mér í morgun. Tveir tímar í stólnum hjá tannlækninum. Brosi hringinn núna. Ég er ekki frá því að framtennurnar í mér séu örlítið hvítari og flottari. Tannlæknirinn sagði að þær yrðu fljótt í sama gamla litnum og áður. Neibb bursta, bursta og aftur bursta og minnka kaffidrykkjuna. Ekkert litað gos, bara Kristall. Ógeðslega er gaman að vera með hvítar tennur. Markmiðið er að skipta út gömlu silfurfyllingunum fyrir hvítar á næstu tveimur árum.
En núna langar mig í súkkulaði. Þori því ekki, hrædd um að bíta í fingurna á mér. Verð að bíða þar til brúnkukremið fer að dofna.
Eins gott að það er bjart allan daginn núna annars liti ég út fyrir að vera handalaus í myrkrinu.
Nei nú er ég hætt að reyna að segja fleiri fimmaura brandara. Ég er ekki einu sinni fyndin.
Kveðja frá Pretty PIG
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2007 | 21:12
............
Ég asnaðist til tannlæknis um daginn. STÓR fylling gaf sig. Að láta gera við tönnina var ekkert vitlaust, en það sem ég gerði eftir það var alger þvæla. Ég pantaði mér annan tíma. Tönnin sem varð fyrir valinu að gera við að þessu sinni var lítið brot sem datt úr fyllingu. Minni en títuprjónshaus. Það var nú í lagi. En þegar ég benti tannlækninum á að draumur minn í mörg ár hafi verið að skipta út gamalli (var) hvítri fyllingu í framtönn.
Þá kom romsan. "við tökum fyllinguna sem brotnaði, setjum hvíta í staðinn, skiptum út silfurfyllingu í tönn þar við hliðina á og síðan þessar gömlu í framtönnunum." Ég fer þá að verða þokkalega hvít í efri góm (tönnum).
Efri gómur vinstra megin, ásamt heila, tungu, nefi og fleiru verður dofinn frá kl 8.20 - 15.00 á næstkomandi fimmtudag.
Hringingar eru vinsamlega afþakkaðar á þessum tíma sökum lömunar í tungu og skelfingar vegna aðgerðarinnar.
Þeir sem vilja styðja mig í baráttu minni er bent á reikning minn ..............framlög alltaf vel þegin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 23:34
Ég er mjög fjölhæf....
Ég er pínulítið skemmtileg.
Ég er pínulítið leiðinleg (stundum, ekki ætlunin).
Ég er pínulítið skrítin.
Ég er pínulítið sniðug.
Ég er pínulítið frek.
Ég er pínulítið góð.
Ég er pínulítið örlát.
Ég er pínulítið nísk.
Ég er pínulítið klikk.
Ég er pínulítið skynsöm.
Ég er pínulítið heppin.
Ég er pínulítið óheppin.
Ég er pínulítið löt.
Ég er pínulítið dugleg.
Ég er pínulítið chubby.
Ég er pínulítið sexý,
Ég er pínulítið þú.
En umfram allt þá er ég einfaldlega ÉG.
Ef ég hefði ekki alla þessa hæfileika þá væri ég örugglega einhver önnur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2007 | 23:25
Jibbý .....
Það eru þrír dagar í fríi núna. Og hvað á að gera þessa hvítasunnuhelgi.
Einfalt. Sofa út. Sofa út. Sofa út. Nákvæmlega þrír dagar.
Fyrir ári síðan var mér boðið í fermingarveislu um þessa helgi. Mig minnir að hvítasunnuhelgin hafi verið fyrstu helgina í júní. Þá var ekki eins mikill snjór og er nú og TAKIÐ NÚ EFTIR. ÞORSKAFJARÐARHEIÐIN OPNAÐI ÞÁ, VIKUNA FYRR. Núna, nei ekki aldeilis. Ég á eftir að sjá það að þessi heiði opni fyrir júní lok.
Ég gerði mér vonir um að þegar hitinn fór upp í 20 °c um síðustu mánaðarmót, að sumarið væri komið. En eftir svona tíð þá hef ég ekki miklar áhyggjur yfir því að ferðaskrifstofur fari á hausinn.
Allir til útlanda og í góða veðrið.
adíos, auf víder sehen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 21:43
Kvef "#$"%##%&/$&/#%
Fékk fimmta kvefið mitt, nú þennan veturinn, nú á sunnudaginn. Ég veit ekki með ykkur þarna úti, en boy oh boy, skapstirð, geðvonska er eitthvað sem fylgir kvefi hjá mér. Efri hluti höfuðsins er að springa, verkir fram í tennurnar, húðin í kringum nefið verður þurr og rauð og að lokum skrælna ég upp í húðinni. Æi ég gleymdi stíflaða nefinu, kláðanum í augunum og hellunni fyrir eyrunum. Verður enginn annar þarna úti geðvondur þegar kvefið kemur. Ég hef að vísu verið meira og minna með stíflað nef síðustu 5 ár. Skrítið að hormónabreytingar vegna þungunar geta valdið því að konur geta verið með stíflað nef alla með meðgönguna. Ég held að það sé til að þær séu ekki að kyssa karlana sína að óþörfu. Gasp.. bíddu aðeins ég þarf að ná andanum. Ok. nú máttu halda áfram að kyssa mig, en ég get bara haldið niðri í mér andanum í 20 sek.
Taktu tímann.
NEI og aftur NEI, þá held ég að það sé betra að kúra uppi í rúmi yfir væminni stelpumynd
Síðast þegar ég fékk kvef ( í febrúar), þá fór ég til læknis þegar kvefið og ullabjakkið var ekki farið að minnka eftir 3 vikur. Greining læknisins var óþolinmæði.
Andskotinn, ég hefði átt að fara í læknisfræðina. En ég er búin að heimta háls og nefkirtlatöku í sumar. Ég ætla rétt að vona að það geri eitthvað gagn.
Það besta við kvefið er að vinnufélagarnir fá að finna fyrir því. Ekki að mér sé eitthvað illa við þá. Bara kvikindisskapur.
Atshjú......heyrumðt í næðta stríði. Pínu nefmælt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 21:53
Skynsöm og athugul lítil kona.
Ég á eina fjögurra ára, rauðhærða, skemmtilega stelpu.
Í gærkveldi rétt áður en við fórum að sofa, setti ég mynd í tækið og byrjaði að horfa. Eftir um 15 mínútur sofnar rauðhærða skottið fyrir framan sjónvarpið (það er inni í herbergi hjá mér). Ég horfði á myndina síðan í um 30 mínútur í viðbót, slekk á tækinu og fer að sofa.
Í morgun vakna ég kl 7.00 á undan börnunum og held áfram að horfa á myndina frá kvöldinu áður. Þegar ég er búin að horfa í 15 mín. vaknar þessi rauðhærða, nuddar stírurnar úr augunum og segir: "Vá hvað þetta er löng mynd, það er kominn dagur." Elskan taldi mig enn vera að horfa á myndina fá kvöldinu áður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)