Færsluflokkur: Bloggar
15.5.2007 | 22:27
Er sumarið komið??
Það var að minnsta kosti gott veður í gær og í dag.
Vonandi á morgun og næsta dag og næsta dag og ..............einhver laug því að mér að hitinn ætti að fara niður í 1 - 3 °c næstu daga. Ef það verður logn þá skiptir það ekki máli. Á meðan það er logn þá má segja að það sé gott veður. Ég er beinlínis ekki sólbaðstýpan. Ég reyndi að ná húðlit á mínum yngri árum en varð eiginlega köflótt og doppótt. Hætt að reyna við sólina. Alltaf með sólgleraugu. Augnlæknir sagði mér einu sinni að ef húðin er viðkvæm fyrir sólinni þá eru augun það líka. Samhengi þar á milli. Smá fræðsla frá mér.
Ég lofaði bloggi um Eurovision, ég er eiginlega kjaftstopp. Þegar ég kemst í gírinn þá verður ekki aftur snúið. Ég náði þó að tippa á fjögur lönd af þeim tíu sem komust upp úr forkeppninni og giskaði á rétt sæti hjá þremur löndum. Jæja, ég bíð bara spennt eftir næstu keppni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2007 | 22:42
Erfiður, en skemmtilegur dagur.
Vá ég held að einn erfiðasti dagur sem ég hef upplifað undanfarið hafi verið gærdagurinn.
Hann hófst klukkan 07.00. Gengið vaknaði og heimtaði mat og teiknimyndir í sjónvarpinu. Fyrir hádegið tók ég örlítið til og pakkinn fór í sturtu.
Kl. 12.30. Farið í Apótekið og þaðan í snyrtivöruverslun (keypti ógeðslega flottan maskara og gloss.)
Kl. 13.00. Farið í Bónus og verslað fyrir helgina.
Kl. 13.30. Kosið í íþróttahúsinu Torfnesi.
Kl. 13.45. Kosningakaffi hjá Sjálfstæðismönnum á Ísafirði.
Kl. 14.45. Farið heim með vörurnar sem voru keyptar þennan daginn. Hildur vildi ekki fara heim þannig að við ákváðum að fara á rúntinn. Rákum augun í auglýsingu um kosningakaffi hjá Samfylkingunni.
Kl. 15.00. Kosningakaffi hjá Samfylkingunni . Spjallaði lengi við Hörpu. Síðan birtist Birgitta, þá Ingibjörg og Barbara. Að lokum kl 16.30 kom loksins Pernilla. Fjörið rétt að byrja.
Kl. 17.15. Var ákveðið að kíkja í kosningakaffi hjá Sjálfstæðismönnum , aftur. Fjörið var búið þegar við komum þangað.
Kl. 17.30. Kosningakaffi hjá Frjálslyndum í Faktorshúsinu.
Kl. 17.45. Kosningakaffi hjá Framsóknarflokknum . Besta kaffið þar og ég pakksödd. Man þetta næst.
Kl. 18.00 - 23.30. Sturta, Eurovision og auðvitað kosið þar, bjór, börnin svæfð, reynt að búa til stemningu..........
Kl. 23.30. Farið á kosningavökur stjórnmálaflokkanna. Dapurt í byrjun hjá Sjálfstæðismönnum, Samfylkingarmenn höfðu áhuga á að tala við mig og buðu mig velkomna. Því stoppaði ég þar til kl 01.30. Þá fór hópurinn til Sjálfstæðismannanna og þar voru flestir bæjarbúar saman komnir. Sama í hvaða flokki þeir voru. Fínt fjör til kl 03.00. Nema ég SVO ÞREYTTUR. Sofnaði áður en ég lagði höfuðið á koddann.
Niðurstaðan eftir þennan stóra kosningadag: Ég greinilega hef ekki sama smekk á lögum og mamma og aðrir í Evrópu. Fannst Serbneska lagið glatað. Gerði ekki einu sinni ráð fyrir að það kæmist upp úr undanriðlinum. Jæja ég man það næst þegar ég tek þátt í að veðja á sigurvegara í Eurovision.
Alþingiskosningarnar fóru heldur ekki eins og ég vonaði. Nokkuð ljóst að mínar skoðanir samræmast ekki annarra. So be it.
Kossar og knús. Og nokkrum kílóum þyngri en í fyrradag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 22:40
Hvað á ég að kjósa??????? Mjög svo óákveðinn kjósandi.
Ég á í miklum vandræðum þessa dagana.
Ég finn hreinlega ekki út úr því hvaða flokk ég á að kjósa á laugardaginn.
Mig langar að kjósa Vinstri Græna en það er eitthvað sem fellur ekki í kramið hjá mér.
Íslandshreyfingin hefur ekki heillað mig ennþá.
Samfylkingin hefur ekki náð að selja mér hugmyndir sínar.
Framsókn. No comment.
Frjálslyndir. Ekki eftir Margrétar málið. Hnífar og bakstungur er eitthvað sem ég hræðist.
Sjálfstæðisflokkurinn. Veit hvað ég hef og hvað ég fæ ekki. Mig þyrstir í breytingar.
Hjálp ég veit hvaða málefni er efst á lista hjá mér. SAMGÖNGUMÁL.
Spurningin um að fara í kosningakaffi hjá flokkunum og sjá hverjir bjóða best.
Vá þetta er höfuðverkur vikunnar. PASS.
Atkvæðið verður nýtt það er það eina sem ég veit.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2007 | 16:06
Fiskurinn
Hér er svo getraunin sem Einstein á að hafa sett fram.
Nú er bara að reyna fyrir sér.
GANGI YKKUR VEL.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 23:12
Lítil kraftaverk.
Ég á yndisleg börn.
Minnsta skottið lá í fanginu á mér í gærkvöldi að horfa á Simpson. Ég sagði henni að nú ætti hún að taka lyfið sitt. Svarið kom strax. "Nei ég get það ekki, ég er sofandi."
Mörg eru gullkornin sem koma frá þessum litlu greyjum.
Umtalað skott hefur gengið um að undanförnu og auglýst samfylkinguna. Hún fór í Húsdýragarðinn um daginn á kostnað umrædds flokks og fékk í staðinn buff, blöðrur og mintur. Buffið hefur hún verið með á hausnum síðan. Sem betur fer veit hún ekkert um pólitík og þá þvælu sem er þar í gangi.
Miðjuskottið sagði mér um daginn að hana langaði til að hætta í leikskólanum. Ég spurði á móti hvort henni þætti leiðinlegt í leikskólanum. Svarið var: " Nei mig langar bara í venjulegan skóla." Hún er hrikalega kappsfull. Það verður erfitt að spila við hana þegar hún verður eldri. Að vera tapsár er víst í ættinni. Frænka hennar er haldinn þeim eiginleika. Bráðabani í Trivial tók 2 tíma um síðustu páska. Bests að fara að undirbúa sig.
Það er svo yndislegt að fylgjast með þeim vaxa og verða að litlum einstaklingum. Þessir litlu einstaklingar hafa skoðanir á hlutum og vita nákvæmlega hvernig á að svara fyrir sig. Stundum hreinlega verður maður kjaftstopp.
Ef ég væri ekki svona gömul þá færi ég í að skipuleggja eitt stykki í viðbót.
Ef einhver þarna úti er að byrja þá á ég sitthvað af barnadóti og fötum sem ég er tilbúin að láta fyrir lítinn greiða. Það vantar að setja gipsplötur á veggina í barnaherberginu.
Með kveðju frá Ísafirði.
Bloggar | Breytt 7.5.2007 kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 22:47
Ég og Albert Einstein, alveg satt.
Ég var að velta því fyrir mér hvað ég ætti að blogga um í kvöld. Þar sem ég er að verða svona gífurlega vinsæl, þá er smá þrýstingur á mig að blogga sem oftast.
Það fyrsta sem kom í hugann var að gömul og þreytt tönn gaf sig í dag. Tannlæknirinn búinn að vara mig við þessari uppgjöf í 2 ár. Nú þarf ég krónu og þarf að líkindum að borga 80.000 krónur fyrir eina krónu. Óréttlátt. Það skemmtilega er að þetta er fyrsta krónan sem ég fæ. Nei ég ætla ekki að blogga um svona leiðindi.
Svo datt mér í hug að tala um slagsmálin við yngsta meðliminn. Koma ofan í hana lyfjunum vegna lungnabólgunnar. Og ég meina slagsmál. Vegna stærðarmunar þá hef ég oftast betur. Nei nenni ekki að blogga um þetta heldur.
En þá kom ljósaperan . Ég sat á hárgreiðslustofunni í dag og var að lesa tímaritið Vikuna, á með að hárið á mér ákvað að verða rautt áfram, þegar á öftustu síðunni er gáta sem Albert Einstein setti fram og hljómaði eitthvað á þá leið: 5 hús liggja frá vinstri til hægri í röð. Í húsunum búa 5 einstaklingar frá mismunandi löndum. Hver um sig drekkur ákveðinn drykk, á ákveðið gæludýr, reykir ákveðna tegund af vindlingum og hús þessara aðila eru öll með mismunandi litum. Síðan komu 15 vísbendingar til að leysa þrautina þannig að hver ætti fiskinn sem gæludýr.
Einstein fullyrti að einungis 2% mjög gáfaðra einstakling gæti leyst þessa þraut. Og viti menn ÉG LEYSTI HANA Á 20 MÍNÚTUM.
Þetta er ekki mont ég er bara ÓGEÐSLEGA GÁFUÐ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 22:24
Takk þið eruð öll yndisleg.
Jæja ekki hefur mikið verið bloggað að undanförnu.
Yngsta prinsessan lagðist í veikindi á seinnipart föstudags og í hádeginu á sunnudaginn rauk ég upp á spítala með hana. Mér fannst hún frekar andstutt og hjartslátturinn ansi hraður.
Ég hafði rétt fyrir mér, elsku knúsin var komin með lungnabólgu. Þar sem þessi litlu grey eru fljót að þorna upp, ef þau eru ekki nógu dugleg að drekka, þá var ákveðið að setja upp legg í æð. Þessar búsnu litlu hendur voru nú ekkert að bjóða upp á þannig meðferð. Því var tekið á það ráð að setja legg á fótinn, nóg af sýnilegum æðum þar. Hiti og andardráttur var kominn á eðlilegt ról, rúmum sólarhring seinna.
Ég ætla hér með að hrósa og þakka starfsfólkinu á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar fyrir það eitt að vera yndisleg, góð, dugleg og tilbúin til að gera allt fyrir mann.
Eitt er víst að ekki fór ég heim léttari en þegar ég lagðist inn á spítalann með dóttur minni.
TAKK, TAKK og aftur TAKK.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 23:33
Besta leiðin á Ísafjörð.
Mikið er ég fegin að vera komin heim. Það er bara þannig að ég hef ákveðna þörf fyrir að fara til Reykjavíkur annað slagið. Til að komast þangað eru tvær leiðir færar.
1. Með flugi. Ekki séns. Ég var að tala við hana Matthildi í dag í Kringlunni rétt áður en ég keyrði af stað til Ísafjarðar. Hún sagði orðrétt: " Ég vissi ekki að flugleiðin væri holótt líka." Flug til Ísafjarðar hefur verið heldur stopult og mikil ókyrrð verið að undanförnu. Ég stimpla mig út hér.
2. Keyra í 5 - 8 tíma. Það fer að vísu eftir leiðinni, en þar eru þrjár færar.
a) Stysta leiðin er, Djúpið, Þorskafjarðarheiðin, Búðardalur, Brattabrekka, niður í Borgarnes og þaðan til Reykjavíkur. Tími frá 4,5 klst. og uppúr eftir hraðanum. Gallar við þessa leið að hún er einungis fær yfir hásumartímann. (lagast með veg um Arnkötludal)
b) Skemmtilega leiðin er, Þingeyri, Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði, Baldur yfir fjörðinn og í Stykkishólm, Borgarnes og þaðan til Reykjavíkur. Tími frá 6,5 klst og uppúr. Kostur við þessa leið er æðislegt útsýni og afslöppun í Baldri sem annars færi í keyrslu. Þessi leið fer að verða opin upp úr páskum eða þegar heiðarnar eru opnar.
c) Drepleiðinlega leiðin og sú lengsta er, Djúpið, Steingrímsfjarðarheiði, Hólmavík, Strandirnar , Holtavörðuheiðin, Norðurárdalurinn, Borgarnes og þaðan til Reykjavíkur. Tími frá 7 tímar og uppúr fer að vísu eftir stoppum og hraða. Sjö tímar fást með einu pissustoppi i Brú, Pylsu og pissustopp á Hólmavík og hraði frá 90 - 100. Kostirnir við þessa leið eru ekki neinir, ágætis fólk á Hólmavík en allt annað er horror. Þessi leið er nánast alltaf opin.
Niðurstaðan er því þessi: Ekki flytja úr Reykjavík ef þið hafið ekki gaman af því að keyra um landið.
Bloggar | Breytt 7.5.2007 kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2007 | 22:46
Reykjavík, hvílík sýn.
Vá ég er loksins komin til Reykjavíkur eftir fjögurra mánaða fjarveru.
Það er einhvern veginn þannig í dag að fara til Reykjavíkur er eins og að upplifa það að skella sér í helgarferð til útlanda. Algjört kaupæði grípur um sig og allt er keypt. Að þessu sinni er það ég sem verð fyrir valinu. FÖT og aftur FÖT. Ekkert samviskubit í gangi núna. Ég fór ferð í Smáralindina í dag. Ekkert sérstaklega ánægð með árangurinn en Kringlan á morgun og vonandi betri tímar framundan. Merkilegt að fara í búðir. Ég kemst í ákveðnar stærðir í Vila, Vera Moda og Zöru en merkilegt nokk, mínar stærðir eru því miður búnar. Eina sem eftir er SMALL.
Jæja ég lagði í Hrafnseyrarheiði og á Dynjandisheiðina til að komast til Reykjavíkur. Þessi leið er æðisleg að skoða. Ég mæli ekkert með veginum en að tölta hana á 50 km/klst er í lagi og útsýnið er geðveikt. Á nokkrum stöðum fer hjartað að slá, þegar þverhnípt er frá veginum og niður í sjó. Þá er keyrt á 20 km/klst, pínu lofthrædd og lífhrædd. Í Bjarkarlundi er Baldur tekinn yfir í Stykkishólm og síðan brunað í bæinn. Þegar upp er staðið fer meiri tími í þessa leið en að fara Djúpið og Strandirnar, en útsýnið er skemmtilegra, fallegra, minni bensíneyðsla, afslöppun í Baldri og ekkert verri maturinn þar en á skyndibitastöðunum í Reykjavík.
KRINGLAN...FÖT.... Á MORGUN.....JIBBÍÍ......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 22:38
Staðreynd.
Það er staðreynd að ég get ekki gert allt sem mig langar til að gera og þarf að gera á heimilinu. Á mínum yngri árum gat ég gert allt sem mig langaði til að gera, mála heima, gera upp húsgögn, snillingur á borvél, sauma, prjóna, gera ljúffengar kökur fyrir barnaafmæli án notkunar á bakarofni..lengi gæti ég haldið áfram en.......
Ég þarf að setja upp gifsplötur í barnaherbergið. Of þungar, get ekki gert þetta ein.
Þarf að lagfæra húsið að utan. Hef ekki kunnáttuna til þess.
Þarf að taka til í bílskúrnum og í geymslunni. Get það ekki. Með ofurhjálplegar prinsessur á 3ja og fimmta aldursári. Það verður meira verk að ganga frá eftir þær.
Það er staðreynd að héðan í frá þarf ég að fara að leita til kunnáttumanna vegna ýmissa framkvæmda á heimilinu. Ég er enn snillingur með borinn og hamarinn. En það er ekkert smá erfitt að kyngja þessari staðreynd. Tók mig um fjóra mánuði að átta mig á þessu öllu. Samt mikill léttir að gera sér grein fyrir þessu. Sjálfsálitið hefur hækkað við þessa uppgötvun, enda þarf maður að geta allt??????
Ég vil samt halda í þá staðreynd að ég geti nánast allt sjálf, það sem ég þarf að gera á heimilinu. Munurinn á verkefnunum sem ég býð mér í dag og þau sem ég gerði í gamla daga eru þau að verkefni dagsins í dag eru stærri og viðameiri en áður fyrr. Það má líkja þessu við fyrirtæki. Í byrjun tekur það að sér smáverk og því meiri sem þekkingin og kunnáttan verður, því stærri verða verkin.
Ég gæti líka verið komin á þann aldur að hafa gaman að því að fylgjast með sveittum, vöðvastæltum, sexý iðnaðarmönnum vinna við heimilið hjá mér. Jabb ég held það bara. Ef þeir væru bara til í alvörunni ekki bara í Mills og Boon ástarsögum.
Það er enn ein staðreyndi að ég er snillingur og líður skrambi vel vegna þess.
Bloggar | Breytt 7.5.2007 kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)