Færsluflokkur: Bloggar

Skíði, skíði, skíði........

Fór í fyrstu skíðaferð vetrarins nú á sunnudaginn. Það er ekkert smá það sem maður leggur á sig til að iðka þessa íþrótt.

Það var grenjandi rigning í brekkunni og eftir 8 ferðir leit maður meira út eins og að hafa stungið sér til sunds með skíði á fótunum. Mæli nú ekkert sérstaklega með því.

Annars voru gríslingar tveir klipptir í gær. Þær sjá loksins út og það fyrsta sem þær spurðu mig um, var það hver ég væri. Uhummm ég ætti kannski að klippa toppinn á þeim oftar.

Gubb gubb High School Reunion er í sjónvarpinu. Bíðið aðeins ég ætla að skipta um stöð............ekki fara langt.

Ég held að 10 fréttir á RUV séu skemmtilegri en Sjár einn í augnablikinu. 

Ég var spurð að því í dag hvað ég gerði þegar mér leiddist. Svar: Ég fer í fílu. 

 

Your's truely Pretty PIG. 


Á einhver hvíta persakisu handa mér??????

Ég er í smá "vandræðum". Það eru engin gæludýr á heimilinu.

Löngunin í hund er sterk hjá ykkar einlægu Pretty PIG en börnin vilja kött. Og hver ræður?  Ekki ég það er nokkuð ljóst. Ég átti fyrir nokkrum árum algjört gæludýr hann Gismó jr. Hvítur Persi algjör knús.

En því miður vegna fjölskylduaðstæðna þurfti ég að láta hann frá mér Crying og ég sé mikið eftir honum. Og trúið mér hann komst á gott heimili. 

Og nú langar mig í hann aftur eða einhvern svipaðan. Er einhver þarna úti sem vantar að koma hvítum persa á gott heimili? 

From Desperately seeking Pretty PIG 


Veðurfar, hælaskór og sexý klæðnaður.

Skapið er farið að verða ansi þungt þessa dagana eins og veðrið.

Ég er komin með upp fyrir haus á veðrinu og klæðnaðinum sem þarf að fara í á hverjum degi, einungis til að komast á milli húsa. Mig vantar að komast í hælaskó og sexý föt. Ég er nú samt ekki að tala um latex eða míní pils sem ná ekki niður fyrir nafla. Bara elegant klæðnað sem undirstrika það að ég er kvenkyns en ekki fíll.

Okay okay til að líta sexy þá þurfa nokkur kíló að fjúka og Það strax. Hvað er til ráða??????

Með kveðju frá Pretty PIG soon Sexy Pretty PIG.

P.s. 3 nýjar myndir. 


Jæja krakkar mínir ég held að söngatriðin á næsta maskadegi þurfi aðeins að skána ef ég á að gefa ykkur eitthvað nammi.

Þá er maskadagurinn hér á Ísafirði liðinn undir lok.

Sem betur fer átti ég góðan slatta af nammi til fyrir krakkana sem komu og sungu fyrir mig. Ég verð nú að segja það að ég var orðin frekar leið á að hlusta á hann Nóa gamla.  Sumir kunnu hreinlega ekki textann á Nóa sem kunni ekki að keyra. Ætli maður þurfi að vera kominn með bílpróf til að skilja textann í ljóðinu????  Síðan komu aðrir í 12 - 14 manna hópum og sungu eitt lag. Ég var nú ekki alveg sátt við það hvað krakkarnir sluppu létt frá söngnum en búningarnir voru margir hverjir í skemmtilegri kantinum.

Ég hinsvegar var með bangsaspöng og glimmerspray í hárinu í vinnunni í dag. En þar sem ég drap tölvuna mína í vinnunni á síðastliðinn föstudag og ég fæ ekki nýja fyrr en á morgun þá gerði ég ekki mikið af viti í dag. Annað en að monta mig á maskabúningnum mínum. Merkilegt hvað fólk getur orðið herpt með árunum. Hvað er að því að hafa smá fjör dags daglega???? Ég bara spyr?

Nú er bara að búa sig undir öskudaginn og vera hress og skemmtilegur.

 

IMG_0084

 Á 10 ára afmæli Sólborgar síðasta föstudag.

IMG_0085  Með kveðju. I'm so Pretty Pig.


Skamm, skamm....

Nú er ég bara skömmuð fyrir að blogga ekki nógu oft.

Ok ástæða þess að ekki er bloggað oftar eru tveir litlir grísir. Ég hef ekki lent í öðru eins undanfarna daga. Herbergi gríslinganna hefur litið út eins og eftir loftárás. Pretty pig tók sig saman og tók til.

Nokkrum dögum seinna hafði loftárás númer tvö orðið í herbergi umtalaðra gríslinga. Nú var mamma pretty pig ekki glöð. Aftur tekið til.

Á laugardaginn var búið í rólegheitum að ryksuga íbúðina, setja í þvottavélar og taka lítillega til. Mamma pretty pig settist niður og mændi á imbann í nokkrar mínútur og ætlaði sér 15 mín í þá afslöppun. Að þeim tíma liðnum átti að taka til í stofunni. Eftir 10 mínútna undarlega þögn var laumast inn í herbergi til að huga að gríslingum.........ARGG.......kjarnorkuárás í tveimur herbergjum..............Hárflækjur flugu úr hári mínu og nú er ég með 10 skallablett hér og þar. Minnir mig á Skafta og Skapta Í Myrkum Mánafjöllum, þegar þeim óx aukahár og í restina voru þeir með 3jú tíkó. Very Pretty og rauðhærðir í þokkabót.

Nú er bara farið upp í rúm með óþekktirnar og tölvuna. A.M.K. þá komast þessir ormar ekkert fram.

 

Heyrumst fljótt elskurnar mínar þið eruð æði.

 Pretty pig.


Jólin farin að styttast í annan endan....

Jæja gott fólk. Ekki hefur verið mikið bloggað upp á síðkastið enda erilsamasti mánuður ársins á enda.

Það er hreinlega vitlaust að gera hjá mér í desember. Ég á svo mikið af jólaskrauti að ég tel mig þurfa að byrja í september til að geta komið því öllu upp.

Annars er það þannig að þegar gamlársdagur er liðinn þá fer í í hreinlætisstuð. Jólaskrautið er tekið niður í vikunni fram að þrettándanum og að lokum er það jólatréð sem fer síðast. 

Og jólatréð var ekkert smá flott þetta árið ég er virkilega stolt af því og hversu vel mér tókst til með að skreyta það. Venjulega á jóladag langar mig að henda þessu jólatrésrusli út.

Jólatré ársins. Sjáið bara hvað það er flott.

 

Annars gengu jólin bara vel fyrir sig. Þau voru haldin hér á Ísafirði í fyrsta skiptið síðan ég fæddist.

Það var svo sem allt í lagi en það var verra með áramótin. Ég hefði viljað vera í Reykjavík. Kannski ég hafi það þannig næstu jól. Á Ísafirði um jól og í Reykjavík um áramót.  

Fyrir ykkur aðdáendur þá eru komnar jólamyndir inn í möppuna Nýjar myndir.

 

Jóla og áramótakveðjur frá Prettier pig. (er orðin einu ári eldri) 


Jólastúss og meira skemmtilegt.

Vá ég hef ekki farið inn á bloggið í 3 vikur.

Ástæðan er sú sama og hjá öllum öðrum. Það er hreinlega brjálað að gera.

Ég held ég hafi ekki föndrað eins mikið í mörg ár. A4 verslunin opnaði hér á Ísafirði

í byrjun mánaðarins. Ég held ég verði bara að taka myndir af herlegheitunum og birta á vefnum.

Annars leggjast jólin vel í mig. Verst er með jólagjafirnar. Á þessum árstíma hef ég nokkra hugmynd um það hvað ég ætla að gefa ættingjum í jólagjafir. Nei ekki núna. Gersamlega tóm. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir þá eru þær vel þegnar. 

Annars er ég búin að fá jólagjöfina og afmælisgjöfina frá Eggert og svo öfugt. Sniðugt við keyptum okkur nýtt sjónvarp. One down eleven to go. Púff.

Næsta vika verður í Reykjavík og þá þurfa jólagjafa hugmyndirnar að verða orðnar vitrænar.  

Annars bið ég bara að heilsa hinum svínunum.

Með kveðju Pretty Pig. 


Loksins nýjar myndir.

Eru í myndaalbúminu Nýjar myndir. 

Verði ykkur að góðu.

Hola. Pretty Blondy PIG. 


Komin heim frá Barcelona, viva Spánn.

Jæja komin heim í heiðardalinn. Gæti alveg hugsað mér að vera áfram og chilla á Römblunni.

Flugið gekk snurðulaust fyrir sig fyrir utan sex tíma seinkun frá Íslandi og vandræði með að tékka sig inn á leið frá Spáni.

Ég lendi einnig í þeirri skemmtilegu reynslu að fljúga frá Reykjavík til Ísafjarðar með millilendingu á Þingeyri. Flott útsýnisflug. 

Í Barcelona var var mikið skoðað og heimsóknir til ýmissa fyrirtækja og bæjaryfirvalda.

Ég ætlaði að setja inn nokkrar myndir úr ferðinni en Mogga bloggið er alltaf það sama, "Hægt og hljótt."

Set inn myndir á morgun.

 

Með kveðju frá Spanish Pretty PIG. 


Nálastungur = pyntingar í dulargervi.

Nú get ég ekki orða bundist.Frown

Ég fór í sjúkraþjálfun í dag. Svo sem ekkert að kvarta yfir því, en þegar tíminn er uþb. hálfnaður rífur sjúkraþjálfarinn upp nálar og byrjar að stinga í neðri hlutann á bakinu á mér. Uhum, ég hef áður farið í nálastungur og þá var ég um það bil að fara að fæða barn. Kannski heldur öðruvísi aðstæður en þarna í dag.

En þvílíkur hryllingur. Sársaukinn var þvílíkur að það var stutt í tárin. Nú er ég ekki vön því að fella tár vegna sársauka, hef fætt 3 börn, hef gefið blóð reglulega, nýlega búin að fá mér tattú og þurft að eiga í samskiptum við drullusokka. En nú held ég að Kínverjar séu alveg búnir að tapa sér. Þennan hrylling Crying, mér var sagt að hætta þessu tuði og hugsa til þess hversu vel mér liði í bakinu á eftir. Nei, ég er enn aum í neðri bakhlutanum. Ef þessi sjúki-þjálfari tekur upp nálar aftur þá stingast þær bara á milli augnanna á honum.Angry 

 

Little "sore rare end" Pretty Pig kveður að sinni.

P.s. fylgist með fréttum á BB.is af því hvort sjúkraþjálfari hafi verið stunginn á milli augnanna með nálarstungunálum af geðvondu glæsikvendi. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband