Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
23.4.2007 | 19:05
Svo þreyttur.......
Þetta er ekkert grín. Ég er úrvinda. Það er búið að þræða allar verslanir og skyndibitastaði í Reykjavík. VISA kortið hefur sko haft nóg að gera.
Erfiðasti hjallinn eftir, en það er að keyra aftur vestur. Ég er nú ekki búin að taka ákvörðun hvort farið verði í gegnum Hólmavík eða Stykkishólm og Baldur yfir Fjörðinn. Ef ég tek seinni valkostinn þá þarf ég að leggja af stað snemma í fyrramálið. En ég held ég keyri Strandirnar í þetta sinn.
Mig hlakkar mikið til að komast heim.
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.5.2007 kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 15:45
Top Gear, gargandi snilld.
Ég veit ekki hverjir horfa á þáttinn Top Gear á Skjá einum.
Ég meig í mig af hlátri yfir þættinum í síðustu viku.
Skytturnar þrjár sem stjórna þættinum, James, Hammond og Jeremy fengu það verkefni að búa til blæju á Renault Espace fjölskyldubíl.
James gerði verkfræðiteikningar af blæjunni og hafist var handa við að klippa toppinn af bílnum og sauma og smíða blæjuna.
Útkoman verri en skylduverkefnin í handavinnu í barnaskóla. Þá var að setja blæjuna í test.
Fyrst var að keyra bílinn upp í 170 km hraða og athuga hvort blæjan héldi. Hún hélt því Hammond, sem sat í aftursætinu, hélt henni uppi og hliðargluggarnir blöktu eins og vængir.
Annað test var að keyra bílinn í gegnum dýragarð með ljónum, öpum og fleiri skemmtilegum skepnum. Ljónin höfðu ekki fengið að éta í 3 daga. Það hafðist.
Þriðja þrautin var að fara með bílinn í gegnum þvottastöð og með skytturnar innanborðs. Þessi þraut varð bæði bílnum og þvottastöðinni að aldurtila. Sem betur fer þá forðuðu skytturnar sér út úr bílnum áður en þetta var þeim einnig að aldurtila.
Ég mæli með þessum þáttum. James, Hammond og Jeremy eru virkilega skemmtilegir og gaman að horfa á þá, enda elska þeir það sem þeir eru að gera. Að keyra hraðskreiða bíla.
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.5.2007 kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 15:07
Pælingar dagsins í dag.
Vá það hljóta að vera vonbrigði hér á Ísafirði í dag. Sinfonían átti að spila í gær og ekki í fyrsta sinn þá er tveimur flugvélum Flugfélags Íslands snúið við með alla hljóðfæraleikarana innanborðs. Fíni flygillinn og öll hin hljóðfærin tilbúin í íþróttahúsinu á Torfnesi. Ef einhver hefði látið mig vita, þá hefði ég nú getað hlaupið í skarðið. Enda fjölhæf með eindæmum.
Síðastliðna tvo mánuði hef ég tvisvar ætlað á leiksýningar sem, síðan var aflýst þar sem flugvélin með leikaraliðið gat ekki lent á Ísafirði. Sem betur fer þá er alltaf fundinn nýr dagur fyrir sýningar sem falla niður. Helvítis rokið hér á Íslandi. Jæja svona er þetta bara.
12.4.2007 | 18:53
Uppgjör páska.
Jæja þá eru Páskarnir að baki. Mikið um að vera hér á Ísafirði. Fékk tvo gesti til að fara á Aldrei fór ég suður. Það munaði ekki miklu að það yrði staðreynd fyrir þessa tvo gesti. Annar komst ekki í flug, þar sem það lagðist af eftir hádegi á öðrum degi páska. Hinn lagðist í veikindi og treysti sér ekki að keyra í sex tíma með upp og niður.
Hátíðin Aldrei fór ég suður fór vel fram, náði ég að sjá flesta flytjendur á föstudeginum en laugardagurinn var hinsvegar verri. Magapína og tilheyrandi. jakk. Sá Pollapönk með börnunum, snilld. Aðeins of rokkað að þeirra mati en dilluðu sér samt með taktinum.
Enn eru fjögur páskaegg eftir uppi á skáp. Spenningurinn er mestur í því að opna eggið, sjá leiðinda kúlur og karamellur og eftir 10 mín. er farið að hugsa um annað. Kannski spilar líka inn í þetta áhugaleysi að gubbupest og magakveisa skaut sér niður um þessa páskahelgi. Heppin ég, búin að gúffa í mig nokkrum kalóríum eftir það.
11.4.2007 | 17:05
Fyrsta bloggfærsla
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)