Skíði, skíði, skíði........

Fór í fyrstu skíðaferð vetrarins nú á sunnudaginn. Það er ekkert smá það sem maður leggur á sig til að iðka þessa íþrótt.

Það var grenjandi rigning í brekkunni og eftir 8 ferðir leit maður meira út eins og að hafa stungið sér til sunds með skíði á fótunum. Mæli nú ekkert sérstaklega með því.

Annars voru gríslingar tveir klipptir í gær. Þær sjá loksins út og það fyrsta sem þær spurðu mig um, var það hver ég væri. Uhummm ég ætti kannski að klippa toppinn á þeim oftar.

Gubb gubb High School Reunion er í sjónvarpinu. Bíðið aðeins ég ætla að skipta um stöð............ekki fara langt.

Ég held að 10 fréttir á RUV séu skemmtilegri en Sjár einn í augnablikinu. 

Ég var spurð að því í dag hvað ég gerði þegar mér leiddist. Svar: Ég fer í fílu. 

 

Your's truely Pretty PIG. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá þarf ég myndir af nýju  klippingunum. Segðu mér að þú hafir tekið af síddinni líka. Mér finnst að litlar stelpur eigi ekki að hafa of sítt hár.

Þórhildur (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband