15.3.2008 | 17:17
Þá er draumurinn um að fara á ólympíuleikana í sumar horfinn út í veður og vind.......
Þá er það ljóst. Ekki keppi ég á ólympíuleikunum í sumar. Ég get svo sem farið en ef ég vinn þá verð ég tekin fyrir steranotkun. Svo til hvers að fara. Ömurleg vika endaði með pensillin og sterapústi í nef. Ég verð bara nota sumarið í eitthvað annað þetta árið.
Jæja ég er farin að skipuleggja sumarið að nýju. Leikskólinn fer í frí um miðjan júlí. Þann 18. legg ég að stað til Reykjavíkur. Stoppað verður að Laugum í Sælingsdal til að fara á ættarmót Gromsara 2008. Jibbí fullt af fjöri og eitthvað meira spennandi.
Ok, ég er búin að opna spítala hér heima. Hildur fékk flensuna fyrir tveimur vikum síðan. Þegar hún fór að braggast þá hrundi ég í bælið. Í miðjum veikindum mínum þá fá gríslingarnir tveir hlaupabóluna. Nú er ég að stíga úr veikindum og bólur hættar að koma þannig að nú eru fingur krosslagðir.
Ekki meira takk.
Með Kveðju frá Pretty Pig sem þarf í upplyftingu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.