14.4.2007 | 15:07
Pælingar dagsins í dag.
Vá það hljóta að vera vonbrigði hér á Ísafirði í dag. Sinfonían átti að spila í gær og ekki í fyrsta sinn þá er tveimur flugvélum Flugfélags Íslands snúið við með alla hljóðfæraleikarana innanborðs. Fíni flygillinn og öll hin hljóðfærin tilbúin í íþróttahúsinu á Torfnesi. Ef einhver hefði látið mig vita, þá hefði ég nú getað hlaupið í skarðið. Enda fjölhæf með eindæmum.
Síðastliðna tvo mánuði hef ég tvisvar ætlað á leiksýningar sem, síðan var aflýst þar sem flugvélin með leikaraliðið gat ekki lent á Ísafirði. Sem betur fer þá er alltaf fundinn nýr dagur fyrir sýningar sem falla niður. Helvítis rokið hér á Íslandi. Jæja svona er þetta bara.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.